Framtið FF.

Frjálslyndi flokkurinn er skrítin skepna. Þar hefur ýmislegt gengið á. Margt af því má lesa um á bloggi Jens Guð. Ýmsir aðrir hafa bloggað um FF og meint fjármálavandræði flokksins. Sjálfsagt hefur það glatt andstæðinga flokksins. Reyndar hefur flokkurinn ekki verið mikil ógn upp á síðkastið. Starfið hefur legið niðri að mestu í sumar. Heimasíðan verið óvirk og annað eftir því. Hinn almenni félagsmaður var fullur af áhuga og eldmóð eftir síðustu kosningar.  Í raun vorum við þannig skapi farin eftir kosningar að við vildum leggja heiminn að fótum vorum. Vorum full af hugmyndum hvernig við ættum að gera betur og ná til kjósenda. Vildum endurskipuleggja allt starfið flokknum til hagsbóta. En þá hvarf forystan inn í klettana. Tengslin rofnuðu. Við breyttumst í höfuðlausan her sem tvístraðist um víðan völl. Við komum engum góðum verkum í höfn. Í vetur verðum við að reyna að safna liði og taka upp þráðinn á ný. Það er því lífsspursmál fyrir þennan flokk að forystan leiði þann eldmóð sem er til staðar í þessum flokki. Tilvist hinna dreifðu byggða reiðir sig á þennan flokk og að hann sé öflugur. Það á að ganga fyrir öllu öðru, þess vegna eigin frama.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Það verður spennandi að sjá hvernig forystunni tekst að spila úr stöðunni. 

Þóra Guðmundsdóttir, 17.9.2007 kl. 23:32

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gunnar Skúli notar skemmilega líkingu  af sjónum hér í færslunni fyrir ofan.  Kannski  ég haldi því áfram. Forystan er ekki að spila úr neinni stöðu. Hún gerir sig ekki líklega til að taka stefnu hún einfaldlega lætur reka. Útgerðin (kjósendur) er fín skipið (málstaðurinn) er gott og áhöfnin er til reiðu

Við bítum á jaxlinn og munstrum ekki af í næstu höfn. 

Sigurður Þórðarson, 18.9.2007 kl. 20:55

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei nú er að spýta í lófana og halda áfram út í haustið.  Það er margt gott að gerast og ég finn að fólk hefur áhuga.  Það kom til mín þjóðþekktur maður um daginn og var einmitt að tala um að ganga í flokkinn og fara að vinna með okkur.  Mjög öflugur maður.  Ég vona að hann taki slaginn. Okkur veitir ekki af fleiri slíkum svona upp á lúkkið, en fyrst og fremst þarf grasrótin að vera sterk og samstæð.  Sagan hér að ofan er góð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2007 kl. 09:17

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ásthildur, þú ert sannkölluð kjölfest á skútunni okkar, alltaf tilbúin til að leggja gott til málana og stappa stálinu í áhöfnina hvort sem það er í byr eða ágjöf. Við fögnum alltaf góðu fólki sem vill veita okkur lið til góðra verka.  Mæl þú manna heilust Ásthildur.

"Guð láti gott á vita".

Sigurður Þórðarson, 19.9.2007 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband