Borðtuskan, kennarinn minn.

Umönnunar og menntastéttir virðast notfæra sér prófgráður sínar sem veggfóður frekar en að starfa við það sem þær menntuðu sig til. Núna síðast í tengslum við skólabyrjun þá hefur umræðan um skort á kennurum og leikskólakennurum orðið hávær. Þetta er orðið nokkuð árviss atburður á þessum tíma árs.

Fyrir nokkrum vikum var rætt um að fjölda kennara vantaði í skólana. Núna hefur sá skortur minnkað þó nokkuð. Á yfirborðinu er það látið líta svo út að stjórnendur hafi leyst aðsteðjandi vanda með sóma. Er það svo?

Raunverulega er farið þannig að því að allir starfandi kennarar taka að sér eins mikla kennslu og þeir geta. Kennarar sem eru deildastjórar og eiga að sinna því eru dregnir í almenna kennslu. Sérkennarar sem eiga sinna því eru einnig dregnir í almenna kennslu. Ég hef heyrt um kennara sem fór á eftirlaun í fyrra og hlakkaði mikið til að njóta þess, lét tala sig inná að kenna í vetur.

Þetta er eins og að vinda borðtuskuna sína þangað til það kemur ekki dropi úr henni til viðbótar.

Er það þetta sem við viljum börnunum okkar. Kennara sem eru illa launaðir og þeir fáu sem vilja vinna þurfa að vinna eins mikið og hægt er. Eru það gæði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gunnar Skúli.

Nei það eru ekki gæði, allsendis ekki og allur sá metnaður sem störfin skyldu innihalda er vart framkvæmanlegur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.8.2007 kl. 00:27

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Foreldrar eiga að krefjast þess besta fyrir börnin sín engin spurning.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2007 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband