Sicko-IV.

Ég held að þið verðið að sjá myndina Sicko til að skilja þær færslur sem ég hef verið með hér á síðunni minni. Ég skora á alla  að sjá þessa  mynd. Hún veltir upp svo mörgum vangaveltum að það hálfa væri nóg. Það sterkasta var að myndin fjallaði að stórum hluta um þá sem höfðu keypt sér tryggingu en fengu samt ekkert út úr þeim.

Svo er annað. Þegar maður hefur verið í Bandaríkjunum og hlustað á fréttir þar. Þegar maður hefur rætt við hinn almenna borgara í Bandaríkjunum þá upplifir maður mjög einfalda heilaþvegna þjóð. Þeir vita ekkert um umheiminn. 90% af fréttatímanum er um staðbundnar fréttir, td ég myndi hlusta á fréttir um Reykjavík í 90% af fréttatímanum. Restin væri um um einhverjar frægar stjörnur sem standa í einhverjum afeitrunarvandamálum.  

Það var  mjög sterkt að Bandaríkjamenn búandi í Frakklandi sögðu að stjórnvöld í Frakklandi óttuðust hinn almenna borgara því þeir rífa kjaft og mótmæla þegar þeim er misboðið. Aftur á móti í Bandaríkjunum þá óttast hinn almenni borgari kerfið. Hinum almenna borgara finnst hann þurfi að leika á kerfið, hylma yfir óæskilegum upplýsingum í Bandaríkjunum.

Því veldur þessi mynd mörgum heilabrotum og er það vel. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég verð að kíkja á þessa mynd.

Sigurjón Þórðarson, 21.8.2007 kl. 00:16

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Er myndin kominn á Videoleigur heima?

Ásgeir Rúnar Helgason, 21.8.2007 kl. 20:01

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Hún er í bío en þú veist þetta með netið, ég segi ekki meir.

Gunnar Skúli Ármannsson, 21.8.2007 kl. 20:54

4 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ásgeir Rúnar Helgason, 22.8.2007 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband