19.8.2007 | 21:40
Sicko-III.
Guð, ég horfði aftur á myndina. Mér er ekki viðbjargandi. Enn er ég að melta hana. Ég á ekki von á því að Mr. Moore verði langlífur í Bandaríkjunum, amk ekki ef hann veikist og þarf að einhverri heilbrigðisþjónustu að halda. Vonandi tekst þeim að þegja myndina í hel því ef hún mun vekja mikla athygli þá verða þeir að stúta honum.
Það sem Mr. Moore gerði er ófyrirgefanlegt. Hann kom með fullt af dæmisögum um fólk sem hafði farið illa út úr viðskiptum sínum við heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum. Það fór á hausinn, fékk ekki heilbrigðisþjónustu því það gat ekki greitt fyrir hana. Því var hent veiku út á götu því það gat ekki greitt fyrir heilbrigðisþjónustu sem það þurfti. Þessar dæmisögur skipta engu máli. Þessar dæmisögur eru ekki það sem ekki er hægt að fyrirgefa Mr.Moore. Þessar dæmisögur eru allar vel þekktar, gamlar fréttir, við höfðum öll heyrt slíkt um Bandaríkin áður. Hver er þá synd Mr. Moore. Syndgaði hann upp á náðina eða hvað?
Nei ekki beint. Hann véfengir tvennt sem Bandaríkjamenn hafa reynt að slá eign sinni á og gera að sínu umfram aðra.
Hann dregur í efa að Bandaríkjamönnum þyki vænt um hvern annan. Hann segir í myndinni að Bandaríkjamenn verði að fara hugsa meir um "we" eða við frekar en ég. Hann bendir á að öll önnur vestræn samfélög hugsi þannig en ekki Bandaríkjamenn. Hann meinar að Bandaríkjamenn séu ekki komnir nógu langt á þroskabrautinni og standi því öðrum vestrænum þjóðum að baki. Þeas að Bandaríkjamenn séu bara eiginhagsmunaseggir sem gefi skít í náungann. "Survival of the fittest". Eða þannig sko. Þetta samræmis ekki Guðs útvöldu þjóð ef það sannast á hana að hún geti ekki einu sinni farið eftir Boðorðunum 10. "Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig" Þetta er höfuðsynd hjá Mr. Moore að véfenga þetta.
Annað sem að hann bendir á að vegna skort á lýðræðisiðkun Bandaríkjamanna þá hafi hinn venjulegi Bandaríkjamaður engin völd. Hann bendir á með öðrum orðum að virkt lýðræði sé ekki til staðar í Bandaríkjunum. Þetta er einnig höfuðsynd.
Vegna þessara höfuðsynda Mr. Moore þá er hann réttdræpur í USA.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.