Ratsjárstöðvar og Aronskan.

Allt í einu eigum við að fara að greiða fyrir rekstur ratsjárstöðvanna hér á landi. Þá vakna allir upp við vondan draum. Til hvers eru ratsjárstöðvar? Hafa þær borgarlegt eða hernaðarlegt hlutverk? Hverjum gagnast þær? Það er greinilegt að margir eru á gati og hafa ekki unnið heimavinnuna sína.

Ratsjárstöðvarnar fylgjast með og gera flugumferðarstjórn kleyft að stjórna öllu flugi í kringum landið. Það hljómar vel, meira að segja skapar sú vinna tekjur fyrir landann. Á hverju byggist hin hernaðarlega þýðing þessara stöðva? Hver er kostnaðurinn við þann þátt starfseminnar. Þar skortir okkur upplýsingar til að geta tekið afstöðu. Þeir í utanríkisráðuneytinu virðast hafa verið mjög uppteknir í sumar því svörin liggja ekki á lausu.

Ég held að það sé engin þörf fyrir hernaðarlega starfsemi í ratsjárstöðvunum. Hefðbundnar loftárásir eru nánast útilokaðar, þar að auki væri einhver búinn að hringja í Sollu og tilkynna þær, því vinalönd eru allt umhverfis okkur.

Ég held að Aronskan sé aðal vandamálið með ratsjárstöðvarnar. Þar vinna örfáir tæknimenn við sjálfan reksturinn. Umhverfis þá hefur hlaðist fjöldi starfsmanna sem vilja ekki missa vinnuna. Það var hægt meðan Kaninn borgaði brúsann. Núna eigum við að borga þetta sjálf.Þar stendur hnífurinn í kúnni.

Nú þarf Ingibjörg Sólrún að stilla til friðar á fleiri stöðum en fyrir botni Miðjarðahafs. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband