Nú er ég hugsi, jafnvel orðlaus.

Þorbergur Þórsson hagfræðingur ritar grein í Morgunblaðið á dag. Hann er áhugamaður um náttúruvernd. Ég er það reyndar líka en bara með öðrum formerkjum. Hann vill að mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna niðurskurðar á þorskafla felist aðallega í tvennu. Í fyrsta lagi eigi þeir sem missa vinnunna vegna fyrrnefnds niðurskurðar að týna rusl á víðavangi heima í héraði. Í annan stað á afgangurinn af þessum atvinnulausu að steypa kóralrif sem yrði síðan sökkt í sæ með verkefnalausum fiskibátum. Þessi kóralrif eru hugsuð sem aðdráttarafl fyrir fiska, þannig að þeim líði betur í sjónum. Þá muni fiskarnir dafna betur og fjölga sér. Það á einnig að húða kóralrifin með skeljasandi svo að gróður tolli betur við þau og auki þar með fjölbreytilekann í flóru hafsins.

Ég geng út frá því að manninum sé full alvara og hann meini vel. Sjálfsagt munu margir "græningjar" taka þessum hugmyndum fagnandi. Aftur á móti þá varð ég svolítið hugsi, eða þannig sko.

Að tína rusl, steypa og sökkva einhverju í sjóinn er ekki mjög sérhæfð vinna. Tökum dæmi. Alkunna er að Mafíósar tína rusl(óæskilegir náungar), steypa þá í bala og henda þeim síðan í sjóinn. Alls ekkert flókið.

Aftur á móti finnst mér því fólki sem mun missa vinnuna misboðið með þessum tillögum. Um er að ræða fólk með sérhæfingu. Sjómenn hafa sérhæfingu og kunnáttu. Einnig landverkafólk. Þetta er tíðarandinn. Öllum finnst lítið koma til þessara starfa og því geti þetta fólk farið í hvaða vinnu sem er. Utanríkisráðherrann vill setja alla á skólabekk að þeim forspurðum. "Allir" vilja segja því fólki sem býr úti á landi og vinnur við fisk hvað það eigi að gera og hvar það eigi að búa. Ekki er hlustað á kröftug mótmæli þessa fólks.

Þegar Mafíósar fleygja einhverjum í sjóinn, steyptum í bala, er ekki heldur hlustað á mótmælin.

Ég er mikill náttúruverndarsinni. Ég forgangsraða reyndar öðruvísi en flestir aðrir slíkir "sinnar". Ég tel að mannskepnan eigi að hafa forgang. Því vil ég "steypa" og "húða" ráðstafanir sem henta hinum dreifðu byggðum. Það mun laða að sér fólk og gera því kleift að búa í sínu plássi.  Þetta mun auka fjölbreytileikann í mannlífinu hringinn í kringum landið.

Eða viljum við bara aka frá einni bensínstöðinni að enn annarri allan hringinn? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband