Mótvægisaðgerðir-hvurra?

Í kvöldfréttatímanum var sagt frá því að Sunnlendingar ætla að skapa sínar eigin mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar þorskaflans á komandi vetri. Gott framtak. Sjálfsagt vita heimamenn best hvar skóinn kreppir að.

Hin hliðin á peningnum er sú að menn hafa sjálfsagt verið farnir að örvænta eftir slíkum aðgerðum frá hendi stjórnvalda. Á þeim bæ virðast allir hafa verið í góðu sumarfríi sl vikur. Það læðist að manni sá grunur að menn tali í austur og vestur í þessum málaflokki. Ingibjörg Sólrún var á Hólum í dag. Það er gamalt fræðasetur. Í viðtali sagði Utanríkisráðherrann að með góðri nettengingu og handfylli af menntamönnum væri hinum dreifðu byggðum ekkert að vanbúnaði að sækja fram á veginn til framtíðar. 

Ef maður hefur ekki áhuga á menntun og getur ekki veitt þorsk með nettengingu hvað á maður þá að gera? Á að umbreyta sjómönnum í menntamenn. Ef þeir vilja það ekki eiga þeir þá setjast fyrir framan tölvu með góðri nettengingu og blogga. Hver er þorskur í þessum vangaveltum? Er ég svona einfaldur að halda að fullfrískir íslenskir karlmenn, sjálfráða, fjárráða og haldnir löngun og áhuga á að sigla út á hafið og veiða fisk hafi lítinn sem engan áhuga á að sitja fyrir framan háhraðatengingu heima í stofu. 

Hér held ég að menn tali tungum tveim. Ég held að landsbyggðarmenn vonist eftir mótvægisaðgerðum við hæfi, einhverri vinnu sem hentar þeim. Stjórnmálamenn ætla að breyta sjómönnum í háhraðanetamenn. Hvað verður um þá sem falla milli skips og bryggju, verða þeir sendir á einhverskonar hæli eða betrunarvist?

Ekki nema von að menn fari að dikta upp sínar eigin mótvægisaðgerðir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er sammála. hvað eiga sjómenn og landverkafólk að gera í stöðunni? það er bara ekkert minnst á þetta fólk. eg vorkenni fólkinu á landsbyggðinni, sem kaus samfylkinguna í síðustu kosningum. Þvílíkir lygarar og hræsnarar, sem þessir frambjóðundur eru og þarna eru prestar líka innan um.

bjarni kjartansson (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband