Tyrkneskt bað.

Hér liggur maður í leti fjarri skarkala heimalandsins. Búin að fara á sundlaugarbakkann í morgun, töluvert þrekvirki það. Ég held að það sé næstum því 50 metra gangur út að bakkanum. Ekki tók nú betra við í hádeginu. Þá þurftum við að koma okkur heila 7 metra, úr liggjandi stöðu, að matarborðinu og borða heilann hádegisverð-á eigin spýtur.

Við þennan hádegisverð óx okkur svo þróttur að við skelltum okkur í Tyrkneskt bað, sem tekur heilar tvær klukkustundir. Þvílík nautn, fyrst gufubað þannig að svitinn lekur af manni í stríðum straumum. Svo fórum við inn í hlýtt hvíldarherbergi, allt í marmara. Þar var hægt að skola af sér svitann. Síðan komu nokkrir menn sem nudduðu mann með grófum vettlingum þannig að öll sólbrúnkan fór í vaskinn. Að því loknu sápuþvottur, sturta og freyðibað og að lokum nudd með olíum og andlitsþvottur. Þvílíkt strit, ég segi bara ekki meira.

Enduðum svo daginn í Icmeler á veitingastað sem heitir Greenhouse. Eigandinn er TYRKI kvæntur sænskri og býr í Malmö. Mjög þægilegt að geta rætt við hann á sænsku. Maturinn og öll þjónusta á Greenhouse er frábær og ef einhver á leið um Tyrkland þá verður hann að prófa þennan stað.

  • Látum þetta duga í bili. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband