Strætó.

Ég notaði strætó í áratugi en núna hef ég endanlega gefist upp og ek á mínum ameríska jeppa sem eyðir um 20 á hundraðið. Ef eitthvað vit væri í strætó þá væri sá ameríski sennilega mun oftar heima. En þannig vilja forystumenn höfuðborgarinnar hafa það. Ef þeir vildu hafa það öðruvísi þá væri strætó öðruvísi. R listinn réð í 12 ár þannig að allir flokkar eru jafn sekir í þessu máli.

Til að strætó sé valmöguleiki þá verður að útiloka klukkuna. Strætó þarf að ganga það þétt að engu skiptir hvenær er farið út á stoppistöð. Eina sem væntanlegur farþegi þarf að vita er hvaða leið hann á taka. Ef menn vilja halda í þá vitleysu að láta fólk borga í strætó verðum við að geta notað okkar venjulega debet/kredit kort. Það gengur ekki að fólk þurfi að verða sér út um sérstaka miða sem fást bara á örfáum stöðum. Enginn er með smámynnt á sér lengur.

Því þurfa kjörnir fulltrúar vorir að svara grundvallarspurningunni hvort strætó eigi að vera raunverulegur valkostur í Reykjavík við einkabílinn.  

Til þess að svo megi vera þá þurfum við að gengið út á stoppistöð, og það eina sem við þurfum að vita er númer hvað strætóinn er sem við ætlum að nota. Síðan getum við greitt með kortinu okkar. Eingöngu eiga að vera 5-10 mín á milli ferða.

Ef menn ætla að reyna að láta strætó bera sig sem slíkan þá geta menn gleymt "almenningssamgöngum".

Strætó borgar sig með minni mengun, bensíneyðslu og minni þörf fyrir dýrar vegaframkvæmdir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband