Flateyri.

Það kom maður og keypti öll tæki og tól til að verka fisk á Flateyri. Hann á engan kvóta. Hann getur sem sagt ekki veitt fisk og verkað hann. Hann getur keypt fisk og verkað hann. Maðurinn sem seldi honum fiskverkunartækin á Flateyri seldi einhverjum öðrum réttinn til að fiska. Sá hin sami mun sennilega fiska og selja síðan hinum sem keypti öll tækin á Flateyri fisk svo hann geti verkað fisk.

Það er engin furða að landkrabbi eins og ég í höfuðborginni botni ekki neitt í neinu.

Út á hvað gengur sjávarútvegur í dag? Það sem gefur mest í aðra hönd er ekki að veiða og verka fisk. Það sem gefur best er að selja réttinn til að veiða. Kaupa og selja pappír.

Já sjómennskan er ekkert grín. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég er líka alger þorskhaus í þessu máli, veit varla hvað snýr upp og hvað niður. Mig furðar ekki á því að það séu fleiri en ég.

Rúna Guðfinnsdóttir, 7.6.2007 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband