5.6.2007 | 18:45
Gangainnlagnir
Ég hef áður fært í tal þau þrengsli sem Íslendingar verða að gera sér að góðu á sjúkrahúsinu sínu-Landspítalanum. Það ætti ekki að þurfa að fjölyrða um hversu niðurlægjandi það er að liggja flatur fyrir allra augum. Oft neyðist maður til að ræða við viðkomandi um persónuleg mál í allra áheyrn. Einnig eru dæmi þess að fólk hafi verið skoðað á gangi og því þurft að bera sig að hluta. Það skapar auk þessu aukna smithættu fyrir viðkomandi og aðra sjúklinga. Að rýma deild vegna bruna með alla ganga fulla af rúmum og öðrum hlutum sem vantar geymslupláss undir, yrði óvinnandi vegur.
Nú hefur Lára Stefánsdóttir komið fram og sagt sína sögu. Að þessi upplifun skuli vera það slæm að hún vilji helst geta gleymt henni kemur ekki á óvart. Þú varst enginn aumingi Lára, þú áttir einfaldlega betra skilið. Ég hef oft velt þessum smánarbletti sem gangainnlagnir eru fyrir mér. Einnig eru sumar göngudeildir staðsettar þannig að þær eru á gangi sem eru um leið stofnæð innan sjúkrahússins. Þar er fólk reyndar alklætt en samt að leita sér hjálpar fyrir allra augum. Einu sinni var það þannig að stórslasað fólk, blæðandi og nánast í endurlífgun þurfti að fara í gegnum göngudeild Háls Nef og Eyrnadeildar í Fossvoginum til að komast í tölvusneiðmyndatækið. Í hvert sinn sem við hlupum framhjá eyrnabörnum og foreldrum þeirra, hrópandi "frá frá", og stundum var slóðin eftir okkur blóði drifin, þá hugsaði ég, er ég að vinna á fínu sjúkrahúsi hjá forríkri þjóð eða hvar er ég. Til allra hamingju hefur þetta þó breyst.
Hvers vegna þessi ríka þjóð á stórglæsilegar banka- og verslunarhallir á heimsmælikvarða en hefur enn ekki byggt yfir sig sómasamlegt sjúkrahús er mér ráðgáta
Nú skora ég á alla þjáningasystur og bræður Láru að framkvæma slíka bloggdrífu að engum blandist hugur um að ástandið er óþolandi og krefst strax úrlausna, ekki á morgun.
Einkalíf fótum troðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.