Vanveiddir þorskar.

Ég er enn að reyna að telja fiska. Var kominn það langt að ósennilegt væri að hortittir úr sjó tákni litla samkeppni um fæðu sökum ofveiði. Er hugsanlega um vanveiði að ræða, að allt sé morandi af þorski og þeir éti hvern annan út á gaddinn og stofninn hrynur svo í kjölfarið. Langtíma díet með öðrum orðum. Nú er ég kominn út á hálan ís finnst mér. Þeir hjá Hafró hafa aldrei talað um svona , þetta hlýtur að vera rangt hjá mér. Þetta er samt svolítið heillandi kenning, ekki satt, því lausnin væri að veiða meira. Klárlega ljúf tónlist fyrir þá sem vilja sækja sjóinn.

Þeir hjá Hafró hafa þó verið að merkja fiska og telja þá sem síðar veiðast. Heimturnar hafa verið slæmar á þessum VIP fiskum í net sjómanna. Ef við værum að veiða allan stofninn hlytu allir VIP fiskarnir að koma í netin. Hvert fóru þeir. Var þeim stolið, syntu þeir burt eða bara dóu þeir drottni sínum áður en okkur tókst að veiða þá. Kannski dóu þeir úr hungri eða voru bara étnir.

Það þýðir ekkert að benda á mig, ég veit ekki hvers vegna þorskar týnast í úthafinu, Hafró virðist ekki heldur hafa svarið á reiðum höndum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband