4.6.2007 | 00:17
Landspítalinn.
Gangainnlagnir ganga út á það að sjúklingar liggja á göngum spítalans, öllum sem þar eiga leið um augljósir. Að vera með verki, hita, sveittur, skítugur, óglatt, kastandi upp og í angist yfir ástandi sínu er ekki neitt sem við óskum neinum. Að hafa áhorfendur að öllu saman gegn vilja okkar er ekki samboðið neinum. En þannig er það.
Þegar ég fór fyrst að ráfa um ganga spítalanna í Reykjavík fyrir um aldafjórðungi síðan voru gangainnlagnir daglegt brauð. Þær eru það enn í dag.
Það virðist sem fólk kæri sig kollóttann. Sjúklingar virðast vera svo fegnir að sleppa lifandi út af þessari stofnun að þeim er fyrirmunað að þrýsta á neinar breytingar. Þeir ætla aldrei að koma aftur og reyna að gleyma öllu saman. Eða álíta þeir að gangainnlagnir séu eðlilegar.
Það þarf svo sannarlega að taka til hendinni, nema alþjóð álíti að hlutirnir séu í góðu lagi eins og þeir eru núna. Það þarf að bregðast strax við húsnæðisvanda LSH. Það þarf síðan að byggja nýjan spítala fyrir okkur Íslendinga sem er okkur samboðinn eins fljótt og hægt er. Ég er ekki viss um að yngri kynslóðir Íslendinga muni sætta sig við núverandi þrengsli eins og sú eldri hefur gert af sinni alkunnu nægjusemi. Það gleymdist nefnilega að ættleiða nægjusemina. Með hliðsjón af því að við hefðum átt að vera búin að reisa nýjan spítala fyrir okkur Íslendinga fyrir 30 árum þá erum við á síðasta snúning með nýbygginguna og verðum því að spýta í lófana svo einhver sómi verði í þessum málum.
Læknaráð segir gangainnlangir ekki boðlegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þér er ég mikið sammála. Þessar ganga-innlagnir eru bara hræðilegar og niðurlægjandi og ætti ekki nokkur maður að þurfa að liggja frammi á gangi meðan á spítaladvöl stendur.
Rúna Guðfinnsdóttir, 4.6.2007 kl. 02:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.