Heilablóðfall Moggans.

Ég var fyrst að lesa leiðara Morgunblaðsins núna um kvótakerfið.  Fékk Mogginn slag eða  ruddist  Guðjón  Arnar  inn  á  skrifstofu  Moggans  og  gerði  hallarbyltingu. 

Ég sinnti einu sinni gömlum manni sem fékk slag. Hann hafði reykt 2 pakka af Camel á dag áratugum saman. Hann jafnaði sig alveg eftir áfallið nema hann hætti að reykja og hafði enga löngun í tóbak. Það dó í honum tóbaksfíknin.

Ást Moggans á kvótakerfinu virðist hafa hafa dáið. Lengi lifi andlát kvótafíknar Moggans. Vonandi er þetta ekki Sjómannadagsóráð öldungs vegna heilabjúgs sem verður horfið eftir helgi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband