Efinn.

Nú hefur Hafró komið fram með nýja skýrslu. Henni er lýst sem svartri. Hvenær var hún síðast hvít. Þessar skýrslur eru alltaf svartar. Hafró hefur bara eina sýn. Ef við veiðum ekki neitt þá fyllist hafið af fiski, fyrr eða síðar. Sem sagt það eina sem fiskar gera í sjónum er að tímgast eins og kanínur.

Það er enginn efi í málflutningi Hafró manna. Efi hefur alltaf verið hornsteinn vísinda. Við treystum aldrei nokkru og drögum allt í efa. Oft eru niðurstöður afleiðing mælitækjanna eða mælingamannanna. Þegar fleiri hópar vísindamanna með ólík mælitæki komast að sömu niðurstöðu þá fer kenningin að nálgast sönnun.

Ég hef ekki orðið var við mikil skoðanaskipti ólíkra hópa í þessum fræðum. Það virðist ekki komast neinn annar að í umræðunni. Það er ekki mjög vísindalegt. Eðli vísinda er skoðanaskipti á jafnræðisgrundvelli. Eftir að vísindamenn hafa starfað um hríð gera flestir sér grein fyrir hverfulleika sannleikans. Eru því flestir vísindamenn opnir fyrir öðrum skoðunum og taka þær til greina, amk til umhugsunar. Sagan kennir okkur að oft höfum við þurft að kyngja stolti okkar og játa að við höfum haft á röngu að standa. Einu sinni var því haldið fram að jörðin væri flöt. Það var rangt en þjónaði vissum hagsmunum á sínum tíma.

Ég hef alltaf verið frekar varkár þegar enginn efi finnst í málflutningi manna. Sagan hefur líka kennt okkur að þá eru við að ræða um  trúarbrögð frekar en vísindi. Það fannst þeim að minnsta kosti sem flugu á Tvíburaturnana á sínum tíma-tilgangurinn helgar meðalið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband