Knattspyrnulandsleikur.

Ég elska og dýrka svona sjónvarpsefni. Eins og þennan landsleik í knattspyrnu núna. Þetta er hrein himnasending inn í líf mitt. ÉG FÆ FRIÐ. Það er enginn að trufla mig, fjölskyldan liggur afvelta í dópinu víðsvegar um húsið og ég get sinnt mínum áhugamálum. Ég get lesið, bloggað eða gert eitthvað annað nytsamlegt, eða bara hugsað. Ég ætla ekkert að vera skandalisera með það hvernig standi á því að viti bornar mannskepnur geti haft gaman af því að horfa á 22 karlmenn eltast við uppblásna leðurtuðru. Að minnsta kosti ef ég yrði tilneyddur til að horfa slíkan viðburð yrði kvennalandsliðið alltaf mitt fyrst val, það er amk meira fyrir augað. Reyndar berast athugasemdir íþróttafréttamannsins um allt hús og geta á stundum verið tilefni til aðhláturs. Eins og td þessi, sögð með sannfæringu, " ef hann hefði náð að sparka boltanum í markið hefði orðið mark". Þetta fatta ég meira að segja. Sem sagt slíkt sjónvarpsefni er mér mjög að skapi og vonandi verða sem flestir landsleikir í framtíðinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Það fljúga margar skemmtilegar setningar í hita leiksins. Er þessi sönn sem þú tiltekur? Hér á þessum bæ er enginn sem hefur gaman af svona útsendingu, enginn íþróttaandi í eiginlegri merkingu.Ég var t.d. að eitra fyrir "fíflum" krónprinsinn að taka myndir á fínu nýju keppnisvélina og yngri kynslóðin að hoppa á trambólíni. Ekki kveikt á sjónvarpi.

Rúna Guðfinnsdóttir, 2.6.2007 kl. 18:08

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Hún er sönn því mamma gleymdi að kenna mér að segja ósatt.

Gunnar Skúli Ármannsson, 3.6.2007 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband