Börnin okkar.

Sum börn ráfa um, leita sér að athygli sem ekki fæst heima. Foreldrarnir svo uppteknir, reglurnar óljósar, reyndu bara að bjarga þér vinurinn. Auðveld fórnarlömb, hægt að draga þau asnaeyrunum með gylliboðum og misnota þau síðan. Jafnvel oftar en einu sinni. Skömm. Ekki klagað. Mikil er ábyrgð okkar foreldranna. 

Flateyringar voru líka dregnir á asnaeyrunum. Mikil er ábyrgð landsfeðranna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta er allt að fara úr böndunum skal ég segja þér. Þegar mæður/konur drifu sig á vinnumarkaðinn, fengu fullan skatt (Manstu þegar konan var með hálfígildisskatt við bóndann?) Allir eiga rétt á að gera þetta..og annað og fleira. Ríkið á að passa börnin okkar.. Feður og mæður eru úrvinda eftir amstur dagsins og maður segir bara: Æææ farðu nú inn og leiktu þér. Þetta er umhugsunaratriði. Alveg rétt hjá þér.

Rúna Guðfinnsdóttir, 29.5.2007 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband