Hundurinn minn.

  Ég smyr tærnar á konunni með kremi og hundurinn sleikir það allt jafnharðan af. Hundar eru skrítnar skepnur. Þeir eru hvatvísir, sinna eðlinu og reyna að hlýða húsbónda sínum í hvívetna. Sumir menn eru svipaðir. Ég meina sinna eðlinu. Sagt er að sumir eigi konu í hverri höfn. Sjálfsagt liðin tíð á okkar tímum þegar netið og fjölmiðlar þefa allt uppi. En svo er það hundurinn í okkur, hann er kannski ekki netvæddur ennþá. Þá geta skapast tilfinningargreindarvandamál. Samt elska ég hundinn minn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég á tvo fugla og eru þeir yndislegir. Ég hef tvo nágranna sem heita Maggi og Snorri og eru þeir fyrstu hundar sem ég er ekki hrædd við. Maggi er akfeitur og geldur 6 ára alíslenskur hundur, en Snorri er 6 mánaða blendingur, íslenskur-boxer-labrador. Hann er frábær. Ég elska fuglana mína og nágrananna tvo

Rúna Guðfinnsdóttir, 28.5.2007 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband