Fjölskylduboð.

Ég var í stúdentsveislu áðan. Gott að borða og drekka, ágæt stemning. Var reyndar í annarri slíkri veislu í gær. Gott að borða og drekka, ágæt stemning. Fólk að tala og masa, sumir með húmor aðrir án nokkurs húmors. Þessir húmorslausu eiga bágt, lifa í einhverju regluverki sem við hin með húmorinn föttum ekki. Maður virðir fyrir sér gestina, lífið hefur farið mishörðum höndum um þá. Sumir með ættarsögu og fengið kransæðasjúkdóm snemma, sumir í sömu sporum án ættasögu, sjálfsagt ranglega feðraðir, hver veit. Enn aðrir drukkið eða reykt frá sér alla heilsu, en áfram skrölta þeir þó. Vissir hafa átt marga maka og mörg börn sem gerir ómannglöggum manni eins og mér erfitt fyrir, veit varla hver er hvurs eða þannig. Þetta veldur að sjálfsögu spennu, sem þeir hafa etv gaman af sem til hafa stofnað en ekki okkur hinum. Jafnvel illdeilum því þeim láðist að tilkynna makaskipti í tíma.

Spurningin er hvernig maður nýtir þann tíma sem manni er gefinn. Tekur því að reiðast og eiga í illdeilum við vini og vandamenn, er lífið ekki of stutt til þess. Er lífið ekki of stutt til að glápa á sjónvarp ef maður vanrækir sína nánustu. Ég ætti kannski að fara að hringja í einhvern mér nákominn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Æææ Gunnar minn....það eru svo margir sem  ég þarf að hringja í.  Af hverju þarf að tala um eitthvað svona óþægilegt??? Mér til málsbóta bauð ég systur minni í mat á morgun..en tengdafjölskyldan er í algerum ólestri hjá mér á meðan maðurinn hefur unnið í Rúmeníu í tæpt ár...horfi ég allt of mikið á sjónvarp???

Rúna Guðfinnsdóttir, 27.5.2007 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband