22.5.2007 | 23:04
Guðlaugur Þór.
Gleðin er svo mikil hjá stjórnarliðum að maður hrífst auðveldlega með. Vonandi verða aungvir timburmenn á morgun þegar loforðalistinn birtist. Leitaði með logandi ljósi á netinu eftir greinum um heilbrigðismál eftir Guðlaug Þór en fann ekkert. Sendi honum póst og óskaði eftir stefnu hans. Nokkuð spennandi að vita hvað Sjálfstæðismenn ætla að gera í heilbrigðismálum. Hvað ætli það sé langt síðan þeir báru ábyrgð þessum málaflokki.
Tel mikilvægast að haldið sé áfram með nýbyggingu Landspítalans. Frábið mér orðið "hátæknisjúkrahús". Auglýsi reyndar eftir höfundi þess orðskrípis. Hvernig myndi það hljóma ef Flugleiðir færu að auglýsa sig sem "hátækni flugfélag". Voru gömlu rellurnar fótstignar eða hvað. Að sjálfsögðu er Landspítalinn hátæknisjúkrahús, hefur verið það og mun vera það. Það sem okkur vanhagar um er pláss, getum ekki skipt um skoðun innandyra með góðu móti. Starfsfólk þarf að fara inn á salerni deilda og skipta þar yfir í vinnuföt og hengja sín eigin fót á snaga í Bónuspoka. Ekki það að Bónus sé slæm verslun, bara að ef þetta breytist ekki á næstu árum verður þetta "Baugsstjórn" í minningu okkar.
Það hefur stundum borið á því að fólk stilli upp nýbyggingu Landspítalans á móti uppbyggingu fyrir aldraða. Bið fólk að minnast þess að langflestir sjúklingar Landspítalans eru aldraðir. Allir sem eru "yngri" og heilsugóðir eru, eru meðhöndlaðir utan Landspítalans í dag.
Verður mjög spennandi að sjá Hvort Einar sjávarútvegsráðherra mun framvegist alltaf koma af fjöllum þegar þorp úti á landi eru lögð niður á einni nóttu, eða mun hann vera með á nótunum framvegis. Jafnvel taka kvótakerfið til gagngerrar endurskoðunar.
Athugasemdir
Já, ég varð alveg krossbit að sjá sjálfstæðismann í heilbrigðisráðuneytinu. Það er þungt og erfitt ráðuneyti og þarfirnar svo miklar og margt sem dregist hefur aftur úr þar. Það verður fróðlegt að sjá þetta allt
Rúna Guðfinnsdóttir, 23.5.2007 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.