21.5.2007 | 19:49
"eru þetta hvort sem er ekki allt útlendingar........"
Það hefur verið umræða um lokun Kambs á Flateyri í umhverfi því sem ég lifi og hrærist í. Virðist sem fólk hér fyrir sunnan hafi ekki miklar áhyggjur af þessu. Þetta sé nánast eðlileg þróun og hluti af góðri hagræðingu, öllum til hagsbóta.
Þegar umræðan berst að einstaklingunum sem verða fyrir atvinnumissi og eignir þeirra verða nánast verðlausar grípur fólk til sérkennilegra mótraka. "Eru þetta hvort sem er ekki allt útlendingar ..." mjög sérkennilegur málflutningur sérstaklega með hliðsjón af umræðunni um erlent vinnuafl sem var hér fyrir kosningar. Það virðist vera í lagi að selja kvóta og tala niður til útlendinga eftir kosningar. Það virðist vera fljótt að gleymast að íbúar Flateyrar eru líka Íslendingar þó þeir séu af erlendu bergi brotnir.
Svo heyrir maður frasann "þetta fólk" . Þarna er komin inn einhver skilgreining á Íslendingum í mismunandi "fólk". Ef við tilheyrum vissum hóp þá er í lagi að tilverunni sé kippt undan manni.
Það virðist vera töluvert verk að vinna þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð okkar.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er læknir á Hringbrautarsjúkrahúsinu. Löggilt borgarbarn og landkrabbi. Tel það til minna mestu afreka að vera fjögurra barna faðir. Eiginkonan auk þess ávanabindandi. Þegar börnin eru kominn á legg verður maður grænt fóður fyrir móður náttúru. Varð migult í saltan sjó um 18 mánaða skeið á Patreksfirði um árið og kynntist landsbyggðinni. Upplifði ríkiskapítalisma um 9 ára skeið í Svíþjóð. Bý núna í fyrirheitna landinu Íslandi. Er í doktorsnámi við HÍ. Netfang; gunnarsa@landspitali.is
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 116347
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- helgatho
- sigurjonth
- haddi9001
- kreppan
- thjodarsalin
- marinogn
- jonl
- egill
- jari
- gretarmar
- hedinnb
- vilhjalmurarnason
- reykur
- larahanna
- kreppuvaktin
- georg
- andrigeir
- gretar-petur
- gullvagninn
- astromix
- andres
- thorsaari
- baldvinj
- lillo
- berglist
- hehau
- ragnar73
- siggith
- axelthor
- xfakureyri
- arikuld
- gmaria
- fiski
- alla
- framtid
- jakobk
- lillagud
- skessa
- birgitta
- neddi
- aevark
- jon-o-vilhjalmsson
- benediktae
- jensgud
- thorolfursfinnsson
- svanurg
- brell
- manisvans
- jax
- saemi7
- sigurbjorns
- inhauth
- smali
- olinathorv
- heidistrand
- doddyjones
- esk
- gunnaraxel
- valli57
- lydurarnason
- kolbrunerin
- rannveigh
- gammon
- tolliagustar
- hist
- zoa
- photo
- jhe
- gudni-is
- jonvalurjensson
- arh
- martasmarta
- hallarut
- gusg
- zeriaph
- kokkurinn
- luf
- hallgrimurg
- sifjar
- harpabraga
- ffreykjavik
- fuf
- arabina
- steinibriem
- lucas
- liljabolla
- solir
- glamor
- vesteinngauti
- duna54
- gunnsithor
- vestskafttenor
- bingi
- jogamagg
- jenfo
- jennystefania
- lehamzdr
- andresm
- kreppukallinn
- maeglika
- gattin
- isspiss
- valgeirskagfjord
- gus
- minos
- gudbjorng
- jaj
- agbjarn
- thorgunnl
- fullvalda
- zumann
- theodorn
- thoragud
- skarfur
- omarragnarsson
- ludvikludviksson
- vest1
- dramb
- reynir
- bjarnimax
- raudurvettvangur
- hvirfilbylur
- creel
- tilveran-i-esb
- gudruntora
- eyglohardar
- snorrima
- ingagm
- baldher
- einarbb
- thjodarheidur
- tryggvigunnarhansen
- jonarni
- eirikurgudmundsson
- postdoc
- halldorjonsson
- ludvikjuliusson
- eeelle
- altice
- bergthorg
- au
- jp
- andres08
- bofs
- ding
- stebbifr
- huxa
- elkris
- daliaa
- salvor
- krist
- bjarnihardar
- eldlinan
- socialcredit
- epeturs
- drsaxi
- falconer
- samstada-thjodar
Athugasemdir
Það ættu nú að vera hæg heimatökin hjá þér að leggja þetta fólk inn hið snarasta, því er greinilega ekki viðbjargandi.
Ingólfur H Þorleifsson, 21.5.2007 kl. 19:53
Í vinnunni í dag var gömul kona sem spurði mig "Hvar í mannfélagsstiganum er ég eiginlega?" (Ég vinn á öldrunarstofnun)
Hér á Stokkseyri höfum við misst allt sem lítið bæjarfélag þarf, en áfram skröltum við þó Bankinn farinn, verslunin farin og pósthúsið farið. Hraðfrystihúsið fór fyrst, það var fyrir þó nokkuð mörgum árum síðan en við komum alltaf standandi niður
Rúna Guðfinnsdóttir, 21.5.2007 kl. 20:42
Ingólfur, þar liggur hundurinn grafinn því það virðist vera búið að reikna það út af öðrum að ódýrara sé að leggja Vestfirðinga inn í Breiðholtsblokk en "þetta fólk" fyrir sunnan á Hringbrautarsjúkrahúsið. Því miður held ég að vanþekking og vangeta til að setja sig í spor annarra ráði þar mestu. Mér er til efs að Flateyri hafi verið óhagstæð eining og ef menn vilja breyta þar um atvinnuhætti þá er lágmark að gera það á skipulagðan hátt en ekki með einhverjum skyndiákvörðunum. Þetta er skyndiákvörðun því flestir sem vit áttu að hafa á þessu kom þetta mjög á óvart. Þannig er það.
Gunnar Skúli Ármannsson, 21.5.2007 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.