Kambur og langamma.

Eftir fréttatíma kvöldsins stendur unga konan frá Flateyri upp úr. Hún hafði flutt þangað í ágúst. Sjálfsagt búin að koma sér og sínum vel fyrir. Með fasta vinnu og drauma um framtíðina. Svo hrynur tilveran í einu vetfangi. 

Karlinn í plássinu ákvað að selja allt draslið og kvótann. Þar með hrundi sú goðsögn að Vestfirðingar væru karlar í krapinu.

Langamma brá búi í Dýrafirðinum þegar langafi drukknaði frá 10 börnum, skiljanlegt ekki gat hún látið börnin svelta í hel, amk hefði ég þá ekki komið undir. Miðað við langömmu er karlinn á Flateyri hálfgerður eymingi.Ekki skil ég í þeim að væla svona, hvers vegna hafa þessir "karlar" ekki safnað liði á liðnum árum og kippt þessari óstjórn fiskveiða í liðinn-ég hélt að við Vestfirðingar værum ekki svo leiðitamir. Gyðingarnir voru leiddir í gasklefana án mótþróa og þeir hlutu eilíft líf að launum. Hvað fær "karlinn" að Flateyri að launum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært pabbi annað blogg þér gengur þá allavega betur en mér.:)

Kristbjörg María (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 23:21

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Sannlega er lífið öðruvísi en það hér á árum áður. Sumt er betra er annað hefur farið á verri veg

Rúna Guðfinnsdóttir, 21.5.2007 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband