Vanhæfni eftir pöntun-Sveinn Margeirsson

Vanhæfni virðist vera stjórnsýsluverkfærið þessa dagana. Samskipti milli Seðlabanka og viðskiptaráðuneytisins virðast vera í ólagi. Samskipti milli Seðlabanka og forsætisráðuneytisins virðast hafa verið í ólagi. Samskipti milli ráðuneytismanna í viðskiptaráðuneytinu og ráðherra virðast vera í ólagi. Eina sem vitað er með vissu að aðstoðarseðlabankastjóri lét gera álit sem enginn las. Að minnsta kosti skilur Jóhanna ekkert í því hvers vegna enginn setti henni fyrir að lesa heima. Almenningur telur að hér sé um verulega vanhæfni stjórnsýslunnar að ræða. Þrátt fyrir það er enginn settur af.

Sveinn Margeirsson sem tilnefndur var í rannsóknarnefnd um Magma málið var settur af. Hann var talinn vanhæfur sökum þess að hann á frænku sem er í annarri nefnd á vegum hins opinbera. Auk þess mun hann hafa talað við þessa frænku sína. Jóhanna hafði snör handtök og snaraði honum úr nefndinni. Núna hefur hún lagt til atlögu við Bjarnveigu Eiríksdóttur sem er tilnefnd í nefndina og á sennilega frænda einhversstaðar.

Framkvæmdavaldið er ósnertanlegt á Íslandi. Við höfum engin tök á því að setja af vanhæfa einstaklinga af innan þess, nema að bíða eftir því að þeir komist á eftirlaun. Aftur á móti er framkvæmdavaldinu í lófa lagið að ráðskast með einstaklinga og nefndir sem eru þeim ekki þóknanleg. Sveinn er mjög kunnugur því málefni sem hann á að meta í fyrrnefndri nefnd. Sveinn er mjög fylginn sér og auk þess mjög réttsýnn maður. Því virðist vanhæfni Sveins felast í of mikilli hæfni til að fjalla um málið.

Sveinn ógnar þeirri niðurstöðu sem auðhringir höfðu lagt á ráðin með. Jóhanna og vinstri stjórn hennar vinnur með þeim að ryðja öllum hindrunum úr vegi svo að auðlindir okkar komist í eigu erlendra aðila.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vel mælt. Sveinn er óvenju vaskur harðjaxl og án vafa hefur mörgum stafað ótti af vaskleika hans hreinskiptni.

Árni Gunnarsson, 11.8.2010 kl. 22:56

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Vanhæfni er að verða skilyrði um hæfni á Íslandi.

Haraldur Baldursson, 14.8.2010 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband