Hvers vegna ræður hugmyndafræði AGS á Íslandi

Grein sem birtist eftir mig á Smugunni 28 maí 2010.

Á stjórnmálaumræða dagsins að snúast um ísbirni og snjó í Bláfjöll eða á umræðan að snúast um hvers vegna Ísland virðist vera að glata sjálfstæði sínu, eigum sínum og sjálfu sér?

Hverjar eru áhyggjur fjölmiðlamanna/almennings í dag? Í raun er ekki hægt að greina hvor hópurinn hefur frumkvæðið í umræðu dagsins sökum getuleysis fjölmiðlanna. Algengt er að umræða fjölmiðlanna snúist um það sem skjólstæðingum viðkomandi fjölmiðils kemur best í umræðunni. En spurningarnar snúast um skoðanakannanir, hverjum þú vilt vinna með, og einhverjar spurningar um einstök mál sem skipta ekki öllu máli í stóru myndinni.

Ef við könnum það sem að öllum líkindum skiptir þjóðina mestu máli, og þar með talin sveitafélögin, er að þann 7. apríl síðastliðinn skrifuðu Jóhanna, Steingrímur, Gylfi og Már undir viljayfirlýsingu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.  Viljayfirlýsingin og skýrsla AGS eru aðgengileg á netinu. Þar kemur fram að viðkomandi ráðamenn lofa fyrir hönd Íslands að fara í einu og öllu eftir fyrirmælum AGS. Auk þess lofa þau, að bera allt sem þeim kynni að detta í hug að framkvæma, fyrst undir sjóðinn til að vita hvort sjóðurinn sé sammála þeim.

Hér finnst mér vera verðugt efni í umræðu við fulltrúa VG og Samfylkingarinnar í Reykjavíkurborg. Ástæða væri að spyrja út í afstöðu þeirra til þessa valdaafsals á fullveldi Íslands. Þetta er í raun stórpólitískt mál. Þegar við síðan upplifum að HS Orka er seld erlendu fyrirtæki í óþökk Íslendinga er spurningin hver ræður för.

Mjög athyglisvert var að fylgjast með fréttum af fundi sem haldinn var í New York daginn eftir að skrifað er undir viljayfirlýsinguna , þ.e. 8 apríl. Í fréttum kemur fram að á fundi íslensk-ameríska viðskiptaráðsins var rætt um mögulegar fjárfestingar í orkugeiranum á Íslandi. Á fundinunum voru mættir Gylfi ráðherra, Flanagan yfirmaður áætlunar AGS á Íslandi, Árni Magnússon frá Íslandsbanka og Ásgeir Margeirsson frá Magma. Þessi samkoma hafði alla höfuðgerendurna við sölu á HS Orku, allt undir handleiðslu AGS.

Sporin hræða, saga sjóðsins er ekki falleg. Nýleg rannsókn á vegum Center for Economic and Policy Research í Whasington sýndi fram á að af 41 landi sem sjóðurinn skipti sér af versnaði kreppan hjá 31 landi vegna ráðstafana sjóðsins. Joseph Stiglitz hefur varað við sjóðnum lengi og bent á hversu kostnaðarsamt er taka mikið af lánum. Sá kostnaður sé oft jafn mikill og niðurskurðurinn á velferðinni.

Í frægu viðtali við Greg Palats segir Joseph frá því að sjóðurinn sendi alltaf sama lyfseðilinn án tillits til aðstæðna. Í viðtalinu segir han: „Step One is Privatization - which Stiglitz said could more accurately be called, 'Briberization.' Rather than object to the sell-offs of state industries, he said national leaders - using the World Bank's demands to silence local critics - happily flogged their electricity and water companies. "You could see their eyes widen" at the prospect of 10% commissions paid to Swiss bank accounts for simply shaving a few billion off the sale price of national assets“.

Í skýrslu AGS dagsett 8. Apríl 2010 kemur fram á bls 7 óánægja AGS með þær hindranir sem eru á Íslandi við að færa auðlindir landsins úr eigu hins opinbera yfir til einkaaðila. Það kemur greinilega fram í skýrslunni að ef ekki verði mikil fjárfesting í auðlindum okkar sé mjög hæpið að áætlun sjóðsins gangi upp á Íslandi.

Núna er frumvarp til afnáms vatnalaganna frá 2006 í nefnd. Talið er að lögin frá  2006 séu mjög haldlítil til að verjast ásælni einkaaðila í eina stærsu og verðmætustu auðlind okkar Íslendinga, vatnið. Þess vegna er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að vatnalögin frá 2006 öðlist gildi þann 1 júlí. Það mun verða lærdómsríkt að fylgjast með þeirri lagasetningu.

Stjórnmálahreyfingin Vinstri grænir er það stjórnmálaafl sem barist hefur mest gegn sölu auðlinda okkar til einkaaðila. Öruggt má telja að allir kjósendur VG séu á þeirri skoðun að auðlindirnar skulu vera í eigu þjóðarinnar. Viðkomandi stjórnmálaafl er í ríkisstjórn. Þeir sem voru mest áberandi í búsáhaldarbyltingunni voru VG. Þegar skipta þurfti út ríkisstjórn Geirs Haarde vantaði ekki kraftinn í ungliðahreyfingu VG. Þetta veit ég því ég var á staðnum.

Eftir að Steingrímur komst til valda varð ég mjög einmanna á Austurvelli, VG-liðar fóru heim að grilla. Við vorum nokkur eftir á Austurvelli sem bíðum enn eftir gagnsæi, heiðarleika og siðbót. Við höfum mótmælt Icesave en síðast en ekki síst höfum við reynt að mótmæla AGS. Vinstri menn á Íslandi mótmæla ekki AGS, það er heimsundur því allir vinstri menn eru á móti AGS. Grikkir eru brjálaðir. Allar verkalýðshreyfingar eru á móti AGS, ekki ASÍ, það er líka heimsundur.

Næsta vetur verða skuldugar fjölskyldur á Íslandi að standa í skilum, á eigin spýtur. Frestun á nauðungarsölum verður hætt. Afleiðingin verður að hundruðir fjölskyldna lenda í verulegum vandræðum, missa heimilin. Þeir sem hafa neitað að borga bönkunum til að eiga fyrir mat þurfa að fara greiða húsaleigu og sleppa mat. Það kemur skýrt fram í skýrslu AGS frá 8 apríl sl. að þetta er vilji AGS og kvarta þeir undan linkind ríkisstjórnarinnar við að halda almenningi volgum og bíðandi eftir lausn, sem aldrei var fyrirhuguð eins og sjóðurinn bendir á.

Vinstri menn hafa dregið sig niður í sófana til hugmyndafræðilegra rökræðna eftir að þeir óðu táragasið fyrir Steingrím. Ef vinstri menn eða bara allir hugsandi Íslendingar ætla sér að láta stjórnvöldum eftir að stjórna, má það ljóst vera af framan sögðu að það stefinr í mikið óefni hjá íslenskri þjóð. Íslenska ríkisstjórnin er millistjórnandi milli okkar og AGS. Ef þjóð, landi og auðlindum á að verða bjargað verður þessi þjóð að horfast í augu við raunveruleikann, láta afréttara eins og Jón Gnarr eiga sig og einbeita sér að því að koma landinu undan stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er þyngra en tárum taki að verða með hverjum degi sannfærðari um að stjórnvöld okkar eru orðin leppstjórn yfirþjóðlegs auðvalds.

Og kallar sig "vinstri stjórn- norræna velferðarstjórn!"

Árni Gunnarsson, 2.6.2010 kl. 23:17

2 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Ég setti komment við þessa grein þína á smuguni best að ég setji það líka hér. En frábær grein

smá viðbótar hugleiðing

Þú kemur líklega inn á tvö mikilvægustu málin á Íslandi. Nýtingu neisluvatns og nýtingu orku (vatnsafls og jarðvarma). Nýting þessara auðlinda er að miklu leiti á könnu sveitafélaga en það vottar ekki fyrir umræðu um þessi í mál í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna.

Það er engin umræða um hlutverk og völd AGS á Íslandi. Engum fjölmiðlamanni virðist hafa dottið í hug að spyrja hvort það sé réttlætanlegt að \"lýðræðislega\" kjörnir fulltrúar afsali völdum til stofnunar sem ber enga ábyrgð gagnvart Íslenskum kjósendum.

Engum fjölmiðlamanni dettur í hug að efast um ónefndar forsendur \"Efnahagsuppbyggingarinnar\".

\"Hvað ég gagnrýni í samstarfi AGS/Íslands
1. Leyndin,
2. Einkavæðingin,
3. Hávaxtastefnan,
4. Ná jafnvægi í ríkisfjármálum á allt of skömmum tíma,
5, Að lánadrottnar njóti forgangs,
8. Að ganga á að skuldugum heimilum landsmanna,
9 Að lántökukostnaður, endurgreiðsla skulda veldur svæsnum niðurskurði á velferð\"

Fölmiðlamenn efast aldrei um réttmæti þessara atriða þvert á móti ganga þeir yfirleitt mjög hart að þeim sem efast og spyrja iðulega hvað eigi að gera í staðinn.

Fjölmiðlar voru meðsekir í hruninu og eru meðsekir í ráninu sem fer nú fram á auðlindum okkar. Þeir bera höfuðábyrgð á því að almenningur fær ekki upplýsingar og að stjórnmálamenn og \"fjárfestar\" (Mafíósar) þurfa nánast aldrey að svara fyrir gjörðir sínar.
Það liggur t.d. fyrir að Magma fær lánað fyrir bróðurpartinum af kaupverði HS orku, samt kalla menn það fjárfestingu (án þess að blikna). Það hefur svo sem verið sagt frá þessu en það fer engin gagnrýnin umræða fram um það. Málið er þagað í hel!

Fjölmiðlar gefa sér alltaf forsendur valdaflana (fjámálkerfisins). Ef einhver gagnrýnir uppsagnir eða niðurskurð í velferðakerfinu er hann alltaf spurður hvar eigi þá að spara. Það er aldrei spurt af hverju fjármagnseigendur geti ekki tekið á sig tap.

Það er grátlegt í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, að sjá stjórnmála- og fjölmiðlamenn \"spila á hörpu\" meðan Íslenskum auðlindum er rænt undan okkur.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 2.6.2010 kl. 23:27

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Flott grein

Haraldur Baldursson, 7.6.2010 kl. 10:27

4 Smámynd: Elle_

Af hverju ætli það sé að sumir menn, sem eru þó ekki svo vegvilltir að vilja að ísl. ríkið borgi ólögvarið Icesave, segi ekki neitt gegn AGS?  Og séu oft líka hlynntir ráni gróðapésa eða mafíu á ísl. orkufyrirtækjum.  Það er við því að búast frá þeim landsölumönnum sem vilja koma Icesave yfir okkur, en ekki þeim sem eru andvígir nauðunginni. 

En pistillinn er góður, Gunnar, þó það fari um mann við að lesa ógnina í honum.  En bæði Joseph Stiglitz og Michael Hudson hafa varað við AGS og hafa báðir unnið þar.  Hvað getum við gert til að losna við AGS á meðan stærri hluti landsmanna þegir?

Elle_, 7.6.2010 kl. 16:32

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Elle,

 svarið við spurningu þinni er: ekkert.

Gunnar Skúli Ármannsson, 7.6.2010 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband