Jón Gnarr næsti borgarstjóri

Jón Gnarr hefur grínast og haft árangur sem erfiði hvað viðkemur vinsældum. Að öllum líkindum mun Besti flokkurinn ná hreinum meirihluta í Reykjavík n.k. laugardag. Fjórflokkurinn virðist vera gjörsamlega varnarlaus gegn framboði Besta flokksins. Sjálfsagt sitja spunameistarar þeirra núna sveittir við finna mótleik við Jóni. Hætt er við að vopnin snúist í höndum þeirra ef þeir ætla sér að ráðast beint á Jón.

Er hugsanlegur sigur Jóns einhver endalok fyrir Reykjavík? Þar sem Jón hefur svo hagstæðan samanburð af fyrri stjórnendum í Reykjavík þá er lítil hætta á að honum mistakist við stjórnun borgarinnar. Jón boðar í þessu viðtali að hagstjórn hans muni lúta hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður eða eins og hann segir sjálfur „Ábyrgð og ráðdeild. Við ætlum að spara eins og íslenskar mæður hafa gert í gegnum aldirnar án þess að vera vondar við börnin sín.“

Ég er skiljanlega svolítið á báðum áttum því sem frambjóðandi Frjálslynda flokksins hefði ég fremur kosið að fylgi Jóns væri mitt. Það þýðir reyndar ekkert að sýta ákvörðun kjósenda, hana virðum við.

Ef Jóni tekst vel að stjórna borginni á þessum erfiðu tímum sem eru framundan og skilar Reykjavíkurborg í betra ástandi en hann tók við henni, hefur hann markað viss tímamót í pólitískri sögu Íslands.

Tvennt verður spaugilegt að fylgjast með að loknum sigri Jóns. Hvernig munu embættismenn borgarinnar taka Jóni og hitt, hvernig munu stjórnmálafræðingar túlka ákvörðun kjósenda að kjósa Jón.
mbl.is Jón Gnarr: „Ég er stoltur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jón Gnarr getur aldrei orðið verri borgarstjóri en Ólafur F....

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.5.2010 kl. 21:50

2 Smámynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Það sér hver heilvita maður eftir þessar niðurstöður að fólk er orðið langþreytt á hagsmunapólitík fjórflokkanna. Einkavinavæðingar og framapot og klifur upp metorðastiga flokkanna hafa ekki skilað neinu nema fyrir flokkamaskínurnar sjálfar. Fáránlegt hvernig slagsmál um völd í borginni á líðandi kjörtímabili gat spillt fyrir góðum málum og kostaði okkur mikið. Mín skoðun er einfaldlega að flokkamaskínan sem slík er úrelt fyrirbæri og við eigum að snúa okkur alfarið að persónukosningum. Fyrirbærið sem slíkt þekkist hér á landi í sveitastjórnarkosningum og þarf í raun ekki að gera annað en að allir flokkarnir komi sér saman um að sleppa því að skila inn lista. Þá segja lögin að allir séu í framboði og þá er hægt að kjósa einstaklinga.

Að mínu mati er ekkert vitlausara að kjósa Jón Gnarr og það fólk sem er með honum á lista heldur en afdankaða pólitíkusa sem hugsa um eigin hag. Það á auðvitað að kjósa fólk sem vill vel! Það er fyrir öllu.

Gunnar Þór Gunnarsson, 21.5.2010 kl. 22:15

3 identicon

Segir þetta ekki bara það,að tímabært sé að stofna nýjan Stjórnmálaflokk fyrir næstu kosningar til þings.Sá flokkur með algjörlega nýju og víðsýnu fólki er nauðsynlegur,vanda þyrfti til vals fólks á þeim lista. Þá má einnig velta fyrir sér hvort að ekki sé tími komin á að persónukosningar séu tiltæk við næstu kosningar og framvegis.     Stöndum vörð um sjálfstæði og frelsi þjóðar vorrar.

Númi (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 22:34

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hef nú mestar væntingar til gáfumannasvipsins á stjórnmálafræðingum okkar.

Og svo auðvitað að fá að hlusta djúpstæðar skýringar þeirra á þessum atburðum.

Árni Gunnarsson, 22.5.2010 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband