15.5.2010 | 17:18
Brauð í matinn eða núllstillt excel skjöl? Hvar er jókið?
Sveitastjórnakosningarnar eru á næsta leiti. Nánar tiltekið 29 maí n.k.. Það hefur farið lítið fyrir umræðu um þau mál í fjölmiðlum. Þeir afsaka sig með því að það sé svo mikið annað í fréttum. Það er góðra gjalda vert að segja okkur frá því þegar afbrotamenn eru yfirheyrðir. Það reynda hefur enga sterka skírskotun til framtíðar. Borgarmálin og sú umræða hefur mun sterkari skírskotun til framtíðar, hefur mun meira vægi um hvernig okkur muni líða. Hvernig ætlum við að takast á við vaxandi fátækt, misrétti og útburð samborgara okkar út úr heimilum sínum.
Eins og ég rakti í gær munu Samfylking og VG ekki standa gegn sinni eign ríkisstjórn í niðurskurði. Sjálfstæðismenn vilja halda völdum hvað sem það kostar og eru til í einkavæðingu sem kreppan gæti gefið fyrirheit um. Þess vegna er þetta í raun spurning um hvort að þeir sem veljast inn í borgarstjórn eru reiðubúnir að berjast gegn fyrirhuguðum niðurskurði og þar með AGS.
Ætli Jón Gnarr hafi hugleitt þennan þátt tilverunnar, að frelsið til athafna, sem okkur stendur til boða, fylgir mikil ábyrgð. Eða verður hlutskipti Jóns að viðhalda völdum Sjálfstæðismanna í borginni! Það væri í raun og veru jók eftir allt saman, soldið grátbroslegt ekki satt?
Þess vegna tel ég að Frjálslyndi flokkurinn hafi mótað sér stefnu sem er raunsæ og í tengslum við raunveruleikann. AGS stjórnar á Íslandi og velferðin mun verða skorin niður. Frjálslyndi flokkurinn mun berjast eins og hann getur gegn þessum áformum.Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Pepsi-deildin, Sveitarstjórnarkosningar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.