Núna hefst slátrunin í boði velferðarstjórnarinnar

Ýmsir sáu þetta fyrir. Þeir sem hafa kynnt sér sögu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vita að velferðin fer illa út úr samstarfi við hann. Rannsóknir hafa sýnt að misrétti í velferð og aukning á sjúkdómum fer eftir því hver lánar löndum peninga sem eru í kreppu. Þegar AGS lánar eru skilyrðin óvægin og dánartíðni ýmissa sjúkdóma verður hærri en ef einhver annar lánar.

Einnig er það vel þekkt að þau lönd sem veita sjóðnum viðnám koma betur út úr kreppum en rassasleikjurnar.

Ástandið á Íslandi er kolklikkað og virðist brautin vera lárétt niður á nýlendustig á nýjan leik.

Samfylkingin er til í að fylgja AGS því þá komumst við frekar inn í ESB.

Steingrímur vill fylgja AGS því þá heldur hann völdum. Sennilega heldur hann líka að hann sé skástur.

Fjölmiðlar hafa lítið kynnt sér AGS og samskipti sjóðsins við Ísland. Oftast éta þeir upp fréttatilkynningar ráðuneytanna hér heima eða af heimasíðu AGS. Stundum viðtal við ráðherra sem segja það sem þeim sýnist og engar gagnrýnar spurningar fylgja. Það virðist ekki vera nein fagmennska ráðandi hjá fjölmiðlum því ekki hefur komið fram neinn fréttamaður sem sérhæft hefur sig í AGS. Ef slíkt myndi gerast myndi viðkomandi gera harða hríð að ráðamönnum sökum þeirrar ógnar sem okkur stafar af sjóðnum.

Það segir mér að flestir fréttastjórnendur styðja ríkisstjórnina.

Almenningur sem treystir þessum máttarstólpum lýðræðisins er leiddur til slátrunar eins og hvurt annað sláturfé.


mbl.is Velferðarþjónustan skorin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Það þarf að koma leppstjórninni frá í hvelli!  Það má ekki gerast að lepparnir gangi hér til verka uns þjóðfélagið er komið á einhverskonar Manilla-stig!  Það eru allar horfur á því, ef fram fer sem horfir!

Auðun Gíslason, 15.5.2010 kl. 00:36

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Besti flokkurinn þarf að bjóða sig fram í næstu alþingiskosningum ! Er ekki hefð að þeir sem verða Borgarstjórar (eins og Jón Gnarr verður) verði svo næsti Forsætisráðherra ? það er alveg yndislegt til þess að hugsa ef svo færi !

Sævar Einarsson, 15.5.2010 kl. 00:45

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ríkisstjórn Geirs Haarde í boði græðgi og pólitískrar spillingar sem snerist um hagsmuni einkavina setti heimsmet í pólitískum afglöpum.

Þá tók við vinstri stjórn félagshyggjunnar og hún boðaði "norrænt velferðarsamfélag."

Sú ríkisstjórn hafði slegið fyrra heimsmet áður en mánuður var liðinn og setur nýtt heimsmet vikulega. 

Þetta minnir helst á íþróttagarpinn Sergej Bubka sem setti vikulega heimsmet í stangarstökki á mestu uppgangsdögum sínum.

Ég er í sjálfu sér kappsfullur og metnaðarfullur fyrir hönd minnar þjóðar en - í guðs bænum ekki fleiri svona heimsmet!

Árni Gunnarsson, 15.5.2010 kl. 09:23

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það er búið að fóðra þetta samfélag svo mikið af ótta að fólk kýs það sem það þekkir frekar en eitthvað nýtt og óþekkt.

Það hafa ekki margir kjark til að breyta til í kreppu.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.5.2010 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband