The day after...

Við verðum sjálfsagt nokkurn tíma að jafna okkur eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Það kom þó greinilega fram í Silfrinu áhugi hjá Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum að taka við stjórnartaumunum. Ég tel það ekki gæfulegt og allra síst við þessar aðstæður. Reyndar er svo komið fyrir þjóðinni að málflutningur Steingríms og Jóhönnu gæti á endanum hrakið okkur í fang þeirra, því allt er hey í harðindum.

Ef ríkisstjórnin á að lifa verður Steingrímur að fjarlægja vírusforritið úr sér sem einhver plantaði inn í hann eftir kosningar. Hann þarf bara að standa við öll kosningaloforðin, Icesave ekki á þjóðina, Ekki ESB, Kvótann til þjóðarinnar, Velferðakerfi án nauðungaruppboða á heimilum landsmanna, fjárglæframenn gjaldi heimsku sinnar, stjórnlagaþing, AGS úr landi, ekki enduruppbygging á gamla kerfinu. Gott væri að hann gluggaði aðeins í gamlar sjónvarpsupptökur frá því fyrir kosningar.

Líf ríkisstjórnarinnar hangir því á upprisu gamla Steingríms. Jóhanna var, er og verður þannig að ég er ekkert að ræða hana nánar eða Samfylkinguna. Það virðist hvort sem er sem þau séu ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.

Reyndir menn segja mér reyndar að Steingrímur muni ekkert breytast, sumir fullyrða nefnilega að hann var, er og verður, við sáum það bara ekki fyrr en núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér hér.  Þau verða helst bæði að víkja, eigi þessi ríkisstjórn að eiga líf.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2010 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband