Alþingi götunnar verður stofnað 6 mars

Fréttatilkynning frá grasrótinni, 4 mars 2010.

Nú hafa nokkrir grasrótarhópar ákveðið að standa fyrir kröfugöngu frá Hlemmi laugardaginn 6. mars kl 14. Gengið verður niður Laugarveginn og að lokinni göngu verður haldinn útifundur á Austurvelli kl. 15.

Ræðumenn verða Andrés Magnússon læknir, Héðinn Björnsson generáll heimavarnaliðsins og Júlíus Valdimarsson húmanisti. Á fundinnum verður Alþingi götunnar stofnað. Magnús Þór Sigmundsson mun syngja. Hljómsveitin Stjörnuryk mun flytja lag.

Helstu áhersluatriði Alþingis götunnar eru:

Leiðrétting höfuðstóls lána, afnám verðtryggingar, fyrningu lána við þrot, jöfnun ábyrgðar og að fjárglæframenn Íslands séu hvorki stikkfrí né endureistir, AGS í úr landi, manngildið ofar fjármagni, aukin völd til almennings, bættur neytendaréttur.   

Trommusláttur og lúðrablástur mun fylgja með niður Laugaveginn. Mælst er til þess að göngumenn taki með sér potta, pönnur, flautur eða annað sem getur framkallað hóflegan hávaða. Takið með kröfuspjöld.

Gerum næsta laugardag að sögulegum degi. Fjölmennum við formlega stofnun Alþingis götunnar. Gefum skýr skilaboð til umheimsins, lýðræðið er númer eitt, valdið er fólksins.

Gerum Alþingi götunnar að stórviðburði. Ekki láta þig vanta. Tölum einum rómi með samtökunum okkar. Látum það ekki fara neitt á milli mála hver vilji okkar er. Kjósum með fótunum í göngunni niður Laugaveg.

Hagsmunasamtök heimilanna,

Nýtt Ísland,

Attac samtökin á íslandi,

Siðbót,

Húmanistafélagið,

Rauður vettvangur,

Vaktin,

Aðgerðahópur Háttvirtra Öryrkja.

Samtök fullveldissinna.

http://raksig.blog.is/users/33/raksig/img/akureyri_906461.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Eru ekki kröfurnar hjá hópunum eitthvað þokukenndar, og áherslur mismunandi.

Ekki það að ég sé ekki fylgjandi mótmælum.

hilmar jónsson, 6.3.2010 kl. 01:07

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Mættu á morgun og hjálpaðu okkur í framhaldinu að móta kröfunrar betur.

Gunnar Skúli Ármannsson, 6.3.2010 kl. 01:25

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gunnar Skúli ég vil vera með.  En ég er svo langt í burtu, count me in samt sem áður  Ég vil vera með.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2010 kl. 01:32

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég sé að Akureyri er með Ásthildur þú getur dregið upp fánann þinn og sýnt þannig samstöðu eins og ég

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.3.2010 kl. 03:21

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég er með í anda.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 6.3.2010 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband