Það eru ósannindi að kosningin sé markleysa !

Einhverjir eru að gera að því skóna að Vinstri grænir séu að klofna. Það er í sjálfu sér ekki stóra málið, flokkar hafa klofnað eða sameinast áður.

Það sem er alvarlegt er að þjóðin er klofin. Einn mjög skýr hópur er sá sem vill ganga í Evrópusambandið hvað sem það kostar. Annar hópurinn vill ekki greiða Icesave hvað sem það kostar. Ef í þeim hópi voru einhverjir Evrópusinnar þá hafa þeir skipt um skoðun. Síðan er hópur sem er á milli hinna tveggja. Það sem einkennir hann eru einstaklingar sem hafa fjárhagslegt öryggi, atvinnu og komast af í kreppunni. Margir þessara aðila tengjast hægri (Steingríms) armi VG og styðja hann yfir gröf og dauða þó þeir vilji ekki inn í ESB. Síðan eru einstaklingar sem halda að á Íslandi sé vinstri stjórn og vilja að hún lifi. All nokkur hluti hefur ekki kynnt sér málin umfram það að fylgjast með þeim sem hæst lætur hverju sinni.

Núna er staðan sú að sá samningur sem Svavar kom með er ekki góður fyrir íslenska skattgreiðendur því betri er í burðarliðnum. Þökk sé Ólafi Ragnari. Svavari og Steingrími finnst frumhlaup forsetans óþolandi afskipti af innanríkismálum VG. Steingrímur er pólitískt afsprengi Svavars og Svarar má ekki vamm sitt vita í lok ferils síns í Utanríkisráðuneyti nýfrjálshyggjunnar síðast liðin ár.

Af þessum sökum bindast þeir fóstbræðralagi með Evrópusinnum Samfylkingarinnar og reyna að telja þjóðinni trú um að þjóðaratkvæðagreiðslan sé marklaus.

Lögin sem forsetinn neitaði að skrifa undir eru í gildi þrátt fyrir það. Til að fella eða styðja lögin verða kjósendur að mæta og kjósa. Því eru það ósannindi að kosningin sé markleysa. Þeir sem halda þessu fram vega að stjórnarskrá og lýðræði okkar.

Allt gert til að komast í ESB eða að forða kuski af flibba sendiherra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Samþykkt.

Árni Gunnarsson, 5.3.2010 kl. 00:21

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef verið að spá í það hvort utankjörfundaratkvæðið hans pabba verði gert ónýtt, hann kaus nefnilega í síðustu viku.  Hann var algjörlega á móti IceSlave og kaus nei.  Hann sagði mér það áður en hann dó. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.3.2010 kl. 00:36

3 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Atkvæðið fer upp til himna og gildir sjöfalt þar.

Það telur.

Vilhjálmur Árnason, 5.3.2010 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband