6.2.2010 | 20:32
Hver er Þrándur í Götu
Einhver staðar í þessu spili er Þrándur í Götu. Ég hef nú dvalið hér í Noregi í rúma 2 daga og átt fundi með norskum þingmönnum og verkalýðsleiðtoga eins stærsta verkalýðsfélags Noregs. Það er smá saman að renna upp fyrir mér ýmislegt. Það er mjög mikill velvilji hér í Noregi til að aðstoða okkur. Þeim finnst sjálfsagt að nota hluta af olíusjóð sínum til þess. Þetta á við þá sem hafa engan sérstakan áhuga á ESB. Hinir hér í Noregi sem vilja að Noregur og Ísland gangi í ESB vilja að íslendingar greiði Icesave möglunarlaust. Því má segja að hugsjónir Norðurlandasamstarfsins hafi verið rústaðar af ESB.
Ég tel að Norðurlandasamstarfið hafi verið byggt á samhjálp og bræðralagi. ESB ástin byggist á einhverju allt öðru því ef það að íslendingar taki á sig skuld einkabanka og muni þjást fyrir það árum saman sé hluti af hugsjónum ESB þá er ESB bara stórt dæmi um pilsfaldakapítalisma.
Þar með hafa Samfylkingamenn á Íslandi og systurflokkur þeirra í Noregi sameinast um að koma í veg fyrir að Noregur hjálpi Íslendingum. Það getur ekki verið nein önnur skýring á þeirri staðreynd að íslensk stjórnvöld hafa ekki ennþá farið fram á aðstoð Norðmanna með formlegum hætti. Margir Norðmenn bíða eftir þeirri ósk.
AGS vill ekki tengja Icesave við lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Er ESB þá Þrándur í Götu?
Helga (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 20:46
Maður ver svo sem farinn að fá þetta á tilfinninguna.
Norðurlandahugsjónin og jafnvel föðurlandsástin hverfur eins og dögg fyrir Evrópuhugsjóninni.
Sigurður Þórðarson, 6.2.2010 kl. 20:55
Sæl Helga,
það er ekki til neitt einfalt svar. ESB vill að við borgum svo að ekki komi í ljós að regluverk þeirra var gallað frá upphafi. Ef það verður ljóst geta ESB búar farið í skðabótamál við ESB.
Norskir Evrópusinnar sjá það styrkja stöðu sína ef Ísland hrökklast inn í ESB.
Íslenskir Evrópusinnar, Samfylkingin, er reiðubúin að fórna nánast öllu til að komast inn í ESB.
Bretar og Hollendingar vilja að við borgum af sömu ástæðum og ESB, einnig vegna þess að þeir hafa sett fram kröfuna og vilja ekki vera niðurlægðir. Þar að auki munu þeir ef til vill ná í auðlindir Íslands.
Skurðpunktur allra þessara hagsmuna skarast í AGS.
Gunnar Skúli Ármannsson, 6.2.2010 kl. 21:24
Sæll Siggi,
út á hvað ætli þessi Evrópuhugsjón gangi?
Gunnar Skúli Ármannsson, 6.2.2010 kl. 21:25
Það er mjög mikill velvilji í garð Íslendinga í Noregi....Bretlandi og Hollandi hjá almenningi, þingmönnum verkalýðsleiðtogum og fleirum. Annað sem þessir aðilar eiga allir sameginlegt er að þeir koma ekki að neinu leiti að ákvörðunum og koma ekki til með að bera neina ábyrgð.
Það getur verið að áhugaleysi á ESB sé bara einkenni á þeim sem ekki sjá ástæðu til að kynna sér hlutina og vilja frekar láta tilfiningar ráða en staðreindir og skynsemi. "íslendingar taki á sig skuld einkabanka og muni þjást fyrir það árum saman" mjög tilfiningaþrungið en laust við alla skynsemi og staðreindir.
Og að þeir sem kynna sér hlutina og vita um hvað er verið að tala sjái hvað þetta Icesave mál er. Icesave er ekki um skuld einkabanka. Icesave er um skuld hins Íslenska Tryggingasjóðs innistæðueigenda, sem er á ábyrgð Íslenska ríkisins, við þá sem komu honum til bjargar.
Íslendingum ber að greiða skuld Tryggingasjóðs innistæðueigenda möglunarlaust. Hvar og hvernig lán við fáum til þess að greiða þessa skuld er það sem málið snýst um. Bretar hafa boðið lán, um það verður kosið. Þeir væru sjálfsagt ekkert ósáttir við að við fengjum lán annarstaðar og greiddum skuldina. En hver ætlar að lána okkur á betri kjörum? Hver ætlar að lána okkur á lægri vöxtum, hver ætlar að lána okkur án ríkisábyrgðar? Það er jafnver hæpið að við fáum nokkurstaðar lán með sömu kjörum.
Enginn sem hefur þau völd sem til þarf hefur boðið okkur sambærilegt eða betra lán. En þeir eru margir jákvæðir sem ekkert geta boðið.
sigkja (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 21:39
Sæll sigkja,
þætti mun betra ef menn skrifuðu athugasemdir hér undir fullu nafni.
Samkvæmt tilskipun ESB 94/19 þá á Tryggingasjóðurinn að greiða til innistæðueigenda. Ef hann er til staðar er ekki um að ræða frekari ábyrgð og alls ekki ríkisábyrgð. Það er ekki vandamál almennra skattgreiðenda hvar einstaklingar ákveða að ávaxta sparifé sitt.
Margir norskir þingmenn vilja aðstoða Íslendinga og þeir hafa einhver völd tel ég. Vandamálið er að þeir geta ekki beitt sér fyrr en formleg ósk um aðstoð kemur frá íslenskum stjórnvöldum.
Gunnar Skúli Ármannsson, 6.2.2010 kl. 22:11
Ég get vel kallað mig Jón Jónsson ef þér líður eitthvað betur með það.
Alþingi samþykkti samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Samkvæmt honum hefur tilskipun Evrópusambandsins um innlánatryggingakerfi lagagildi hér á landi.Innlánatryggingakerfin tryggja að samanlögð innlán hvers innstæðueiganda séu tryggð upp að 20.000 evrum ef innlánin verða ótiltæk. Útibú þarf ekki lengur að fá leyfi í gistiríki, því allsherjarleyfið gildir alls staðar í bandalaginu, og lögbær yfirvöld í heimaríkinu fylgjast með gjaldhæfi þess. (Ath. ekki Bretar eða Hollendingar heldur lögbær yfirvöld í heimaríkinu, okkar yfirvöld.) Þegar gjaldþrota lánastofnun er lokað verða innstæðueigendur í útibúum í öðrum aðildarríkjum en þar sem lánastofnunin hefur höfuðstöðvar að njóta verndar sama tryggingakerfis og aðrir innstæðueigendur í stofnuninni. (Þannig að Bretar og Hollendingar gætu gert kröfu um að Íslenska ríkið borgaði allt, eins og það gerði á Íslandi. En ekki bara upphæð tilskipunarinnar.) Þannig að það er kristal tært að Tryggingasjóður innistæðueigenda á að borga þessa Icesave skuld og Íslenskum yfirvöldum bar að sjá svo um að hann gæti það. Það var á ábyrgð Íslenska ríkisins að setja lög og reglur sem tryggðu að Tryggingasjóður innistæðueigenda gæti staðið við 20.000 evrurnar. Íslenska ríkið gerði það ekki. Árið 2004 var þýska ríkið var dæmt til að greiða innistæðueigendum þessar 20.000 evrur á grundvelli tilskipunarinnar. Þýskaland hafði ekki staðið sig í lagasetningunni, hinn Þýski Tryggingasjóður innistæðueigenda gat ekki borgað. Þýska ríkið bar ábyrgð á að hinn Þýski Tryggingasjóður innistæðueigenda stæði við tilskipun Evrópusambandsins. Og Þýska ríkið þurfti að borga.sigkja (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 22:26
Takk fyrir þessa fréttapistla þína frá Noregi. Gott að vita af þér í þessari óformlegu sendinefnd réttlætissinnaðra og framsýnna Íslendinga
Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.2.2010 kl. 23:48
Þakka þér fyrir Skúli. Þetta kemur mér ekki á óvart.
Þegar við Norðmenn í 1972 kysu um inngöngu í ESB voru þeir sem studdi stækkun á Íslenski i landhelginnar á móti inngöngu Noregs í ESB og þeir sem voru á móti stækkun voru með inngöngu Noregs í ESB.
Heidi Strand, 6.2.2010 kl. 23:59
Ég held að það sé augljóst, að Svíþjóð hafi sömu hagsmuni og Bretar, þ.e. að viðhalda prinsippinu að svokallaðir skuldarar borgi án revja.
En, sænskir bankar, eiga mjög mikið af vondum lánum, í Eystrasaltlöndunum.
Sænska ríkið, getur þurft að endurfjármagna allt bankakerfið, en er tregt til þess. Þægilegra, að láta þegna Eystrasaltlandanna, standa undir því.
------------------------
Því, fylgja þeir Bretum að málum. En, þessi deila - hverjir eiga að borga - hríslar í gegnum allt Evrópusambandið.
Meira að segja, Þjóðverjar eru í svipuðum vandræðum, en þýskir bankar voru mjög duglegir, að lána til landa fyrir austan.
------------------------
Þannig, að skulda kreppan, er orðin samevrópsk, og stefnir í að ástnadið verði þannig, að ríku löndin blóðmjólki fátæku löndin, en þegnar þeirra standi undir bankakerfum ríku landanna.
Á sama tíma, dýpki og dýpki krísan, í fátæku löndunum.
Spurningin er þá, hvenær brýst út uppreisn.
-------------------------------
Þessi mál, ríma mjög mikið við aðstæður Íslands.
Þ.s. ríku löndin, hafa sameiginlega hagsmuni að verja hvað þetta varðar, þá er sjálfsagt skýrð ástæðan þess, hvers vegna við fengum enga samúð
----------------------------------
Ég held, að við verðum að hugsa um okkar hagsmuni. Við getum gert það, þ.s. við höfum nægar auðlindir til að standa undir innflutningi.
Það einfaldlega þýðir, að við getum sagt "Nei".
Við höfum það val!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.2.2010 kl. 00:30
Gunni Evrópuhugsjónin já hver er hún? Ég veit það ekki en hún hefur margar birtingarmyndir t.d. að þykja grásleppa, súrmatur, sigin fiskur og kæstur hákarl ógeðslegt. Vilja banna hval- og selveiðar og leyfa Evrópumönnum að veiða það litla sem þá eftir verður. Það freista örugglega einhverra að geta orðið húskarlar hjá Brussel í von um að fá skerf af frönskum rauðvínum og gæsalifur.
Sigurður Þórðarson, 8.2.2010 kl. 11:32
margt og mikið væri nú hægt að segja um "ESB-fóbíuna" sem hér birtist sem víðar annars staðar og samsæriskenningasmíðina henni samfara, en ætla samt að sleppa því, ekki fyrirhafnarinnar virði þegar menn hafa bitið þetta svo fast í sig sem hérna ber vitni.
En það vil ég segja við síðuhaldara og hinn ágæta Sigurð "Ginsengsala" (rautt eðal, svo það fari ekki á milli mála) þá er það nú ansi hlálegt að þið tfeir fv. liðsmenn Frjálslynda flokksins séuð orðnir svo afskaplega hlyntir því að "kyssa skóþveng" Norðmanna okkur til bjargráða við og gegn "ísbjargarógninni?!" Þó margt hafi orðið ykkur og fleiri í flokknum að bitbeini þannig að hann er í tilvistarkreppu kræfri og alls óvíst með framtíðina, þá var eitt frá öndverðu alltaf á hreinu, stefnan í fiskveiðimálum og yfirráð einskoruð í þeim. En m.a. sem því þótti ógna (og þykir líklega enn) er meint ásælni Norðmanna í okkar mið og það man ég að Sigurður skrifaði margoft um að varlega ætti að fara í samstarf eða að leita á þeirra náðir, þeir myndu alltaf krefjast einvhers í staðin og það væri ávísun á að hleypa þeim inn í meira mæli á okkar mið!
Sú skoðun virðist þó aldeilis vera breytt núna?!
Að lokum er þetta svo alveg yndislegt samsærisbull í Einari Bjarnasyni hér að ofan, sem ekki er hægt að draga aðra ályktun af en svo, að útlánastarfsemi banka til annara þjóða en sinna eigin hafi bara verið fundin upp eftir myndun ESB og hreinn og klár íllvilji og plott sé á bakvið það að þessir sömu bankar vilji fá lánsfé sitt greitt aftur til baka!
Magnús Geir Guðmundsson, 8.2.2010 kl. 23:57
Gaman er að þú skulir nefna Þránd í Götu. Vegna áhuga míns á Færeyjum er nafn Þrándar í Götu mér hugleikið. Þar var fyrir tveimur árum reist stytta honum til heiðurs. Það er að segja í þessu 1000 manna þorpi Götu. Þrándur barðist af hörku gegn kristni í Færeyjum. Fyrst og fremst á þeim forsendum að að Færeyingar þyrftu ekki að greiða skatta til Noregs. Hann var að auki ásatrúrarmaður. Eins ofurkristnir og Færeyingar eru í dag hefur vegsemd Þrándar þó vaxið vegna baráttu hans fyrir menntun. Reyndar hefur sjónarmiðum Þrándar sem ásatrúrarmanns vaxið fiskur um hrygg í Götu á allra síðustu árum. Þökk sé til að mynda færeysku þungarokkshljómsveitinni Tý, söngkonunni Eivör og fleirum.
Jens Guð, 9.2.2010 kl. 01:49
Mikið er ég ánægð með ykkur noregsfara til að leiðrétta og kynna okkar málstað. Það hafa stjörnvöld algjörlega trassað. Einhvernveginn er ég alls ekki hissa á því að allt þetta sé tengt ESB. Þetta lyktar allt af slíku. En ég held reyndar að ríkisstjórnin sé í dauðateygjunum. Svo við þurfum einhvernveginn að koma því á að hér verði sett utanþingsstjórn fagfólks til að leiða okkur út úr vitleysunni, áður en kosið verður upp á nýtt. Það er ljóst að núverandi flokkar njóta ekki trausts fólksins í landinu og alls ekki forystur þeirra. Gangi ykkur vel og innilega takk fyrir að vinna að okkar málum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2010 kl. 11:16
Það er fullkomlega rangt hjá SigKJa að ísl. ríkið beri nokkra ábyrgð á skuldum Tryggingasjóðsins. Skuldir Landsbankans eru skuldir Landsbankans og skuldir Tryggingasjóðsins eru skuldir Tryggingsjóðsins. Hvorugt hefur nokkra ríkisábyrgð. Það er óþarfi að koma fram og halda fram svona rangfærslum. Og útskýringar Gunnnars um tilskipun EEA/EU 94/19 EC gildar. Öll áybyrgðin liggur hjá Landsbankanum og Tryggingasjóðnum, ekki ríkinu og ísl. skattborgurum.
Elle_, 10.2.2010 kl. 15:48
Og útibú EES ríkis þurfti samkvæmt lögunum að fá leyfi gistiríkisins til að setja upp útibú, SigKja. Önnur lög giltu um EU lönd. Enginn getur farið aftur á bak í tíma og gert lög afturvirk og ekki heldur þú.
Elle_, 10.2.2010 kl. 15:55
Það er furðulegt að sjá steingervinga eins og “sigkjá” koma fram með algjöra vitleysu, sem hrakin hefur verðið ótal sínum. Þessi “sigkjá” segir:
Nú vitum við að Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu útibúa Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Er “sigkjá” þá að segja að Landsbankinn hafi ekki verið einkabanki ? Skuldaði bankinn ekki innlagnir viðskiptavinanna ? Auðvitað er “sigkjá” að bulla.
Ekki er ennþá útséð með hvað Landsbankinn getur greitt mikið til baka af innlánunum. Tryggingasjóðurinn á Íslandi átti að brúa þann tíma sem þessi bið varir. Til þess kom þó ekki því að Tryggingasjóðurinn í Bretlandi greiddi innistæðurnar, að miklu leyti. Þessar greiðslur voru án samráðs við Íslendska sjóðinn og eru alfarið á ábyrgð hins Bretska.
Hvaða rök hefur “sigkjá” fyrir sér þegar hann segjir að Íslendskur almenningur eigi að greiða Bretum og Hollendingum það sem þeir gera kröfu um ? Að mínu mati er þetta rakalaus þvættingur.
“Sigkjá” heldur áfram á sömu nótum. Hann segir:
Þetta er alrangt varðandi Icesave og á eingöngu við um útibú banka sem hafa höfuðstöðvar innan Evrópusambandsins. Ef höfuðstöðvarnar eru utan Evrópusambandsins liggur eftirlitsskylda með útibúinu hjá gisti-ríkinu (host Member State) og ekki hjá heima-ríki bankans.
Sigurður kjáni (sig.kjá) ætti framvegis að hafa vit á að þegja um Icesave-málið og ræða frekar um eitthvað sem hann hefur vit á – hvað svo sem það kann að vera !
Loftur Altice Þorsteinsson, 10.2.2010 kl. 20:21
Þetta er að ýmsu leyti góð og réttmæt gagnrýni hjá Magnúsi Geir Guðmundssyni á mig. Ég hef spurt sjálfan mig þessarar sömu spurningar og hann hversu víðreist menn vilja fara með betlistafinn og hvort rétt sé að fara með hann til Noregs af öllum stöðum. Ég þekki það vel að við Íslendingar eigum óleyst ágreiningsmál við Norðmenn varðandi Svalbarða, þar sem frændur okkar hafa beitt aflsmunar gagnvart okkur.
En svo illa er búið að halda á málum að við eigum ekki margra kosta auðið. Sjálfur tel ég raunar að það besta í okkar stöðu sé að auka viðskipti við Austur Asíu þar sem hagvöxtur er metur og mikil eftirspurn eftir eggjahvítu úr hafinu. Margir aðilar í sjávarútvegi eru búnir að átta sig á þessu og víst er að ýmsar sjávarafurðir eiga engan markað annan en í Asíu t.d. hvalkjöt, loðnuhrogn, ígulker, sæbjúgu, úthafskarfi og svo mætti lengi telja. Öll nýsköpun í markaðsmálum sjávarafurða verður fyrirsjáalega þar.
Það væri líklega meira virði fyrir Ísland að geta selt loðnu til manneldis í Kína eða Kóreu en að finna olíu.
Þess vegna meðal annars væri óskynsamlegt fyrir okkur að loka okkur frá Asíumörkuðunum með því að ganga inn fyrir ESB tollamúrana.
Sigurður Þórðarson, 10.2.2010 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.