16.1.2010 | 01:19
Hvert er Steingrímur að fara
Steingrímur vill að þjóðin samþykki Icesave samninginn. Þrátt fyrir að þjóðin vilji það ekki í dag telur hann að þjóðin muni sjá að sér og fylgja ráðleggingum sínum.
Ég veit ekki á hvaða vegferð Steingrímur er á. Hann er fjármálaráðherra landsins og vill ólmur skuldsetja landið okkar. Hann vill taka lán hjá AGS til að við munum örugglega borga vexti til alþjóðafjármagnsins um aldur og ævi. Hann veit, eða vissi meðan hann var í stjórnarandstöðu, að slík skuldsetning hefur það í för með sér að landið tapar yfirráðum sínum á auðlindum sínum. Lánadrottnarnir munu hirða allt sem verðmætt er hér að hafa og blóðmjólka landið eins lengi og þeim þóknast.
Með þessu liði vill Steingrímur vinna.
Munu Vinstri grænir sjá heildarmyndina og átta sig á því að stefna Steingríms er röng?
Gagnrýni á forystu VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er læknir á Hringbrautarsjúkrahúsinu. Löggilt borgarbarn og landkrabbi. Tel það til minna mestu afreka að vera fjögurra barna faðir. Eiginkonan auk þess ávanabindandi. Þegar börnin eru kominn á legg verður maður grænt fóður fyrir móður náttúru. Varð migult í saltan sjó um 18 mánaða skeið á Patreksfirði um árið og kynntist landsbyggðinni. Upplifði ríkiskapítalisma um 9 ára skeið í Svíþjóð. Bý núna í fyrirheitna landinu Íslandi. Er í doktorsnámi við HÍ. Netfang; gunnarsa@landspitali.is
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 116153
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- helgatho
- sigurjonth
- haddi9001
- kreppan
- thjodarsalin
- marinogn
- jonl
- egill
- jari
- gretarmar
- hedinnb
- vilhjalmurarnason
- reykur
- larahanna
- kreppuvaktin
- georg
- andrigeir
- gretar-petur
- gullvagninn
- astromix
- andres
- thorsaari
- baldvinj
- lillo
- berglist
- hehau
- ragnar73
- siggith
- axelthor
- xfakureyri
- arikuld
- gmaria
- fiski
- alla
- framtid
- jakobk
- lillagud
- skessa
- birgitta
- neddi
- aevark
- jon-o-vilhjalmsson
- benediktae
- jensgud
- thorolfursfinnsson
- svanurg
- brell
- manisvans
- jax
- saemi7
- sigurbjorns
- inhauth
- smali
- olinathorv
- heidistrand
- doddyjones
- esk
- gunnaraxel
- valli57
- lydurarnason
- kolbrunerin
- rannveigh
- gammon
- tolliagustar
- hist
- zoa
- photo
- jhe
- gudni-is
- jonvalurjensson
- arh
- martasmarta
- hallarut
- gusg
- zeriaph
- kokkurinn
- luf
- hallgrimurg
- sifjar
- harpabraga
- ffreykjavik
- fuf
- arabina
- steinibriem
- lucas
- liljabolla
- solir
- glamor
- vesteinngauti
- duna54
- gunnsithor
- vestskafttenor
- bingi
- jogamagg
- jenfo
- jennystefania
- lehamzdr
- andresm
- kreppukallinn
- maeglika
- gattin
- isspiss
- valgeirskagfjord
- gus
- minos
- gudbjorng
- jaj
- agbjarn
- thorgunnl
- fullvalda
- zumann
- theodorn
- thoragud
- skarfur
- omarragnarsson
- ludvikludviksson
- vest1
- dramb
- reynir
- bjarnimax
- raudurvettvangur
- hvirfilbylur
- creel
- tilveran-i-esb
- gudruntora
- eyglohardar
- snorrima
- ingagm
- baldher
- einarbb
- thjodarheidur
- tryggvigunnarhansen
- jonarni
- eirikurgudmundsson
- postdoc
- halldorjonsson
- ludvikjuliusson
- eeelle
- altice
- bergthorg
- au
- jp
- andres08
- bofs
- ding
- stebbifr
- huxa
- elkris
- daliaa
- salvor
- krist
- bjarnihardar
- eldlinan
- socialcredit
- epeturs
- drsaxi
- falconer
- samstada-thjodar
Athugasemdir
Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir að það verði gerð uppreisn hér á landi verði gengið að kröfum Breta og Hollendinga um að Íslendingar greiði 600 milljarða króna vegna Icesave-reikninganna, frétt í október 2008
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item233100/
STEINGRÍMUR J.SIGFÚSSON,stjórnarandstæðingur segir að ef það sé rétt að þetta tvennt hangi saman sé það hrein fjárkúgun-október 2008:
"Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segist hafa heyrt þann orðróm að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn hafi sett sem skilyrði að mál vegna Icesave reikninga Landsbankans yrðu gerð upp að fullu við Breta og Hollendinga. Steingrímur segir að ef það sé rétt að þetta tvennt hangi saman sé það hrein fjárkúgun. Ekki liggi fyrir að okkur sé lagalega skylt að gera það og þetta bendi til þess að verstu martraðir séu að rætast varðandi aðkomu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins":
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/22/likir_bretalani_vid_fjarkugun/
Steingrímur J. Sigfússon, stjórnarandstæðingur, janúar 2009: "Framan af höfðu ýmsir ráðherrar ríkisstjórnarinnar uppi stór orð um að ekki kæmi til greina að Íslendingar létu kúga sig til uppgjafar í deilunni um hina lagalegu og þjóðréttarlegu ábyrgð landsins gagnvart Icesave-reikningunum. Eins og lögfræðingar hafa bent á var hlutverk innlánatryggingarkerfa samkvæmt reglum ESB/EES-svæðisins aldrei að takast á við allsherjarbankahrun, heldur aðeins fall einstakra banka.. Í þinginu 5. desember síðastliðinn lítur þingflokkur Vinstri grænna á samninginn sem riftanlegan eða ógildanlegan nauðungarsamning. Enn er hægt að afstýra stórslysi fyrir íslenska þjóð. Ef Tryggingarsjóðurinn tekur hins vegar við skuldunum þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála sem ríkisstjórn VG og Samfylkingar hafði ekki dug í sér til að standa gegn eins og hún hefur marg lofað í gegnum sl. 16 mánuði.
Skv.: http://www.amx.is/adgerd.php?adgerd=pdf&id=7628
Það er greinilega mikill munur að vera í stjórn og stjórnarandstöðu þegar að VG eru annars vegar.
Sigurlaug (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 02:29
Já það er munur á því hjá VG - en líkaÖssuri - enda er hann líka upprunninn úr Alþýðubandalaginu -
en þetta er stjórnarandstöðunni að kenna - hún verður að minna sjs og fleiri á það reglulega að nú sé VG í stjórn - það má ekki leggja það á sjs að muna þetta -
hann er meira að segja búinn að gleyma því að hann á að gæta hagsmuna Íslendinga en ekki breta og hollendinga - það ætti einhver að benda honum og js á þetta.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.1.2010 kl. 06:57
Gunnar þakka þér umræðuna sem alltaf er málefnaleg og ber þess merki að þú hefur kynnt þér málin vel. Ef það er eitthvað sem ég hræðist og forðast eru upphrópanir um níðingsverk, landráð og föðurlandsvik. Að ráðast með gífuryrðum að mönnum en ekki taka á málefnum, getur ekki verið til framdráttar því sem barist er fyrir, heldur virkar það öfugt. Óöryggi og ótti er hin versta blanda og er auðvelt að spila á það þá sér maður gjarnan ekki fyrir hvað lýðskrum og eða að vilja þjóðinni það besta. Baráttan er ekki um kommanistadruslur eða íhaldsgræðgivæðingu hún er um að finna bestu lausnina Þér hefur tekist vel upp að kynna þinn málstað svo eftir er tekið :)).
Rannveig H, 16.1.2010 kl. 12:20
Sæl Siurlaug,
ég upplifi lang mestu breytinguna á Steingrími enda skilur þjóðin ekkert í þessum manni. Það sjá allir muninn fyrir og eftir kosningar, sennilega hefur enginn stjórnmálamaður skipt jafn ötulega um skoðun og hann. Ég tel marga í Vg vera ósammála Steingrími og vonandi tekst þeim að koma vitinu fyrir flokkinn.
Gunnar Skúli Ármannsson, 16.1.2010 kl. 13:07
Sæll Ólafur,
það er fjöldi manns búinn að benda Steingrími á að hann er á röngum vallarhelming, henn virðist una hag sínum svo vel þar að hann rótar sér ekki neitt.
Gunnar Skúli Ármannsson, 16.1.2010 kl. 13:09
Sæl Rannveig,
fólki verður stundum heitt í hamsi. Að væna fólk um landráð sí og æ er ekki nokkrum málstað til bóta. Ég hef líka velt því fyrir mér hvort í raun sé hægt að dæma menn fyrir landráð fyrirfram. Er það ekki dómur sem kemur eftir á. Meira fyrir sagnfræðinga að velta því fyrir sér.
Frekar getum við sagt að einhver samningur gæti verið betri o. sv. fr.
Gunnar Skúli Ármannsson, 16.1.2010 kl. 13:13
Nei, þeir munu ekki sjá það og það af því að þeir vilja það ekki. Til í að fórna öllu til að geta verið í stjórn.
Halla Rut , 20.1.2010 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.