Færsluflokkur: Kvikmyndir

The Luckiest Nut In The World !!


DRAUMALANDIÐ.

 Þessi kvikmynd er frábær. Hún virkilega hristir upp í manni. Það er ekki laust við að manni finnist íslensk þjóð hafi verið plötuð. Að sjálfsögðu með aðstoð að innan-alltaf þessir Trójuhestar að eyðileggja vel heppnað drama þannig að það fær rússneskan enda.

Andri Snær á heiður skilin fyrir frábært framtak. Myndin fær mann virkilega til að hugsa meira heilstætt um þessi mál. Áróður peningaaflanna er mikill og yfirgnæfir öll mótrök. Hraði og tímaleysi samfélagsins kemur í veg fyrir að fólk geti myndað sér skoðun að vel athuguðu máli. Ef allir hefðu 2 klst á dag bara til að velta fyrir sér þjóðfélagsmálum væri margt öðru vísi i dag. 

 

http://www.andrisnaer.is/wp-is/wp-content/uploads/2009/03/picture-21-361x480.png


THE GUNS OF NAVARONE.

Image:GunsofNavarone.jpg

 Við sem erum kominn á miðjan aldur munum vel eftir þessari kvikmynd. Hún rifjaðist upp fyrir mér um daginn. Þessi saga gengur út á að Þjóðverjar voru með  tvær mjög öflugar og langdrægar fallbyssur á klettaeyju í Miðjarahafinu. Ef bandamenn reyndu að komast framhjá drundi umsvifalaust í þýsku fallbyssunum og sökkti mörgum skipum bandamanna. Þar að auki var stór herafli Breta innikróaður í Afríku og komst hvergi. Þrátt fyrir miklar loftárásir tókst ekki að þagga niður í þessum fallbyssum. Því var send inn í virkið sérsveit sem tókst að lokum að koma fyrir sprengjum og þagga endanlega niður í þessum fallbyssum og gera litla klettinn í hafinu hættulausan með öllu.

Þegar ég frétti af afdrifum Sigurjóns Þórðar og Magnúsar Þórs hjá Frjálslynda flokknum kom þessi gamla kvikmynd upp í hugann hjá mér. Þeir tveir hafa verið öflugustu fallbyssur flokksins á liðnu kjörtímabili. Ekki eyrt neinu og sökkt mörgum skipum fyrir andstæðingunum. Flokkurinn hefur kosið að nýta sér krafta þeirra í eins litlu mæli og hægt er á næstunni, einmitt þegar kvótaskerðing er í hámarki og virkilega er þörf fyrir kröftugar og langdrægar fallbyssur. Kletturinn er algjörlega hættulaus í augnablikinu. Ég vona að samlíkingunni við fyrrnefnda kvikmynd ljúki hér því illt væri til þess að hugsa að einhver sérsveit hafi komið sér fyrir í flokknum. Kannski er sérsveitin bara ranghugmyndir hjá forystunni og rangt stöðumat eða gamaldags stjórnunarhættir og skortur á tilfinningargreind.

 

 

'


Sicko.

Ég var að horfa á myndina Sicko eftir Mr. Moore. Mér fannst hún stórkostleg, sorgleg og svakaleg. Mér fannst hún stórkostleg því sem kvikmynd var hún vel gerð. Mér fannst hún einnig stórkostleg því sem áróðursmynd var hún vel gerð. Örugglega hefur Mr. Moore eins og venjulega gengið hreint til verks og ákveðið að sýna okkur gaumgæfilega það sem hann vill að við sjáum. Því er þetta ekki fræðslumynd í þeim skilningi.

Hvað sem því líður, þó að við deildum 2, 5, 10 eða 100 í sannleiksgildi þessarar kvikmyndar þá er hún eftir sem áður sorgleg og svakaleg. Vandamálið fyrir andstæðinga þessarar myndar er að hún fellur ekki í grýttan jarðveg. Hún fellur í frjósaman jarðveg. Allir hafa heyrt sögur um greiðslufyrirkomulag bandaríska kerfisins. Í sjálfu sér er heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna mjög gott, ef þú getur borgað fyrir það. Læknisþjónusta er mjög góð og öll tæki og tól til staðar. Því fellur þessi umræða frekar undir félagsmál en heilbrigðismál. Ef þú ert borgunarmaður fyrir þeirri þjónustu sem þú þarft á að halda þá færðu sennilega bestu þjónustu sem völ er á í heimi hér.

Það er þetta millistig, borgunin. Um það snýst málið. Stundum hefur reynst erfitt fyrir okkur heilbrigðisstarfsmenn að sækja fé til hins opinbera fyrir því sem við teljum nauðsynlegt. Þá hafa sumir sagt að best sé að innleiða bandaríska kerfið. Þá losnum við við þetta opinbera apparat sem skammtar okkur peningana. Í staðinn gætum við rekið okkar starfsemi eins og hvert annað bifreiðaverkstæði. Þá kæmu bara þeir sem ættu efni á að gera við sig og við gætum rukkað eins og við vildum. Hljómar vel fyrir mína buddu. Vandamálið er þessi samfélagslega samviska. Jú, ef heilbrigðisþjónusta er ókeypis eða því sem næst þá verður heilsa þjóðarinnar betri. Því verður heildarkostnaðurinn fyrir þjóðfélagið minni. Það kom fram að heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum er eitt það dýrasta í heimi en alls ekki það besta.

Þetta kom allt mjög vel fram í kvikmyndinni. Því verður mjög athyglisvert að sjá viðbrögð þeirra sem eru ekki henni sammála. Reyndar held ég að þögnin muni drepa þessa mynd. Ég held að ekkert muni gerast í kjölfar hennar í Bandaríkjunum. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband