Færsluflokkur: Umhverfismál
31.1.2009 | 09:20
Allir á Austurvöll í dag, erum enn föst í Framsóknarflórnum.
23.1.2009 | 23:45
180° snúningur löggæslunnar.
Að Geir sé sjúkur er mjög sorglegt. Ég sendi honum baráttukveðjur og ósk um góðan bata. Það er skammur tími sem hann hefur til að undirbúa sig fyrir skurðaðgerðina. Sá undirbúningstími getur verið jafn mikilvægur og aðgerðin. Það er mjög nauðsynlegt að undirbúa sig vel andlega.Geir gangi þér allt í haginn í veikindum þínum.
Ástandið er skelfilegt í landsmálum okkar. Alþingi götunnar vinnur baki brotnu að koma vitinu fyrir hina þingmennina sem eru í grjótinu. Það er ekki skrítið að mótmælin hafi komið þeim í opna skjöldu. Meðan þeir voru í mánaðarlöngu jólafríi vorum við hin að vinna þingstörfin okkar. Krafan um nýtt Ísland, nýja stjórnarskrá, Stjórnlagaþing, útrýmingu spillingar, kosningar og alþrif í Seðlabanka og FME mun bara aukast. Á endanum munu lögreglumennirnir snúa sér í 180 gráðu hring og setja rimla í gluggana á Alþingishúsinu og læsa dyrunum.Vonandi kjósum við áður en að því kemur.
20.1.2009 | 20:47
Dagur eitt í mótmælum og Obama.
Það voru mikil mótmæli við Alþingishúsið okkar í dag. Ég vil þakka þeim mótmælendum sem stóðu vaktina fyrir mig því ég komst ekki sjálfur. Ég sá í sjónvarpinu í kvöld mótmælenda banka síendurtekið með sleif í hjálm lögreglumanns. Mér finnst það tilgangslaus mótmæli og mér finnst að við eigum ekki að ögra Lögreglunni beint. Lögreglan eru vinir okkar, eiga sjálfir börn og skuldir. Lögreglan er þar að auki í mjög erfiðri stöðu. Hún þarf að ganga bil beggja, eða allra í raun. Ráðherrarnir eru í fýlu og vilja að löggan blási þessum lýð í burtu. Ultrahægristrákar eins og Gísli Freyr finnst lögreglan eigi að skilgreina ofbeldi og skemmdaverk ultraþröngt svo Lögreglan gangi hart fram. Það þjónar hagsmunum ultrahægristrákanna. Helga Vala var aftur á móti á annarri skoðun. Hún taldi daginn í dag, dag eitt í mótmælum. Þar fer hún eins að og Obama og telur kjark í sína þjóð. Sjálfsagt er hún sammála Obama að alvöru menn verða að kljást við aðsteðjandi vandamál og leysa þau en ekki hygla sérútvöldum. Obama sagði að sá tími sé liðinn í Bandaríkjunum. Geir ætti að drífa sig svo hann geti tekið sama strætó og Bush vinur hans.
Að öllu gamni slepptu. Ef íslenska Ríkisstjórnin gerir sér ekki grein fyrir að hún á að boða til kosninga mjög fljótlega er hún ekki á vetur setjandi. Íslensk þjóð virðist hafa gert upp hug sinn. Hún mun halda áfram að þrýsta á um kosningar. Því er spurningin ekki hvort heldur hvenær. Eftir því sem Ríkisstjórnin reynir að tóra því meir mun ofbeldið færast í aukana. Ábyrgð þess er á endanum Alþingis. Því verða Alþingismenn að vakna og brjótast undan flokksræðinu. Kæru Alþingismenn, er ekki mun skemmtilegra og nytsamlegra að fara í snarpa kosningabaráttu en að halda áfram að greiða atkvæði eftir pöntun?
14.1.2009 | 15:16
LÝÐVELDISBYLTINGIN.IS
Það er ekki beint lognmollan hér á skerinu þessa dagana. Mikill fjöldi einstaklinga hefur tjáð sig síðan kreppan hófst í haust. Athyglinni er beint að grunnstoðum þjóðfélagsins og er umræða um lýðræði og lýðveldið Ísland mikil þessa dagana. Finnst mörgum að nú sé lag að betrumbæta það stjórnkerfi sem við höfum búið við undanfarna áratugi. Sumir ganga svo langt að hér þurfi að stofna lýðveldi, því þeir standa í þeirri meiningu að aldrei hafi verið lýðveldi á Íslandi.
Kreppan kristallaði fram alla agnúa íslenska stjórnkerfisins og getum við þakkað fyrir það. Íslensk stjórnsýsla virðist spillt því mikið er um vinaráðningar. Því er augljóst að krosseignatengsl eru ekki eingöngu í viðskiptalífinu. Það virðist vera mjög sterk tilhneiging til að safna valdinu á fáar hendur. Það kemur valdhöfum vel því þá þarf símaskráin í gemsanum ekki að vera svo stór.
Almenningur er ekki að vonum sáttur með hlutskipti sitt. Við höfum ekki aðgang að nauðsynlegum upplýsingum til að geta myndað okkur eigin skoðun á málum og mönnum. Það eina sem við getum er að kjósa sama fólkið aftur og aftur. Það er ekki einu sinni tryggt að það verði í sama flokki í næstu kosningum en við getum þó treyst því að alltaf er sama fólkið á einhverjum lista. Við höfum ekkert vald til að raða á listana, það sér flokkseigendafélagi um.
Kreppan hefur afhjúpað algjört Ráðherravald og um leið fullkomið valdaleysi Alþingis.
Þrátt fyrir sívaxandi mótmæli og mjög almenna kröfu í þjóðfélaginu um nýjar kosningar er almenningur hunsaður.
Því er ekki að undra að umræðan sé lífleg. Í gær var stofnuð Wikipediu síða sem heitir lýðveldisbyltingin.is Hún virkar þannig að allir geta skrifa á hana. Þar er hugmyndin að safna öllum hugmyndum saman um lýðræði og svipuð efni. Úr verður vonandi tunna full af góðu efni. Því fleiri sem tjá sig því betra. Vonandi mun tunnan verða okkur leiðarljós til betri framtíðar. Það væri mun verra ef hún myndi springa í höndunum á okkur.
27.11.2008 | 22:01
Vill einhver kaupa húsið mitt á 3 milljarða?
Ég hef verið að velta fyrir mér verðtryggingu eins og margir aðrir þessa dagana. Ég ákvað að prófa reiknivél Íbúðalánasjóðs. Ef ég tek verðtryggt 20 milljón kr. lán til 40 ára miðað við 20% verðbólgu þá enda ég með að borga tæpa 10 MILLJARÐA
Heildarendurgreiðsla | |||
Íbúðalánasjóður | Sparisjóðir | Samtals lánveiting | |
Afborgun | 20.000.000 kr. | 20.000.000 kr. | |
Vextir | 28.862.437 kr. | 28.862.437 kr. | |
Verðbætur | 9.866.906.833 kr. | 9.866.906.833 kr. | |
Greiðslugjald | 36.000 kr. | 36.000 kr. | |
Samtals greitt | 9.915.805.271 kr. | 9.915.805.271 kr. |
Útborguð fjárhæð (andvirði) | |||
Íbúðalánasjóður | Sparisjóðir | Samtals | |
Lánsupphæð | 20.000.000 kr. | 20.000.000 kr. | |
Lántökugjald | -200.000 kr. | -200.000 kr. | |
Útborgað hjá ÍLS | 19.800.000 kr. | ||
Opinber gjöld | -301.350 kr. | ||
Útborguð fjárhæð | 19.498.650 kr. |
Áramótin 2013 og 2014 skulda ég allt húsið, þ.e. eignalaus maður.
Vorið 2042 eru eftirstöðvarnar með verðbótum liðlega 3 þúsund milljónir eða 3 milljarðar.
Svar ASÍ er að lengja lánstímann í 70 ár. Greinilega mínir menn, gallinn er bara sá að ég vænti þess ekki að verða 120 ára.
Ég er bara læknir og mín stærðfræðikunnátta er mjög takmörkuð, því spyr ég er þetta mögulegt?
Umhverfismál | Breytt 3.12.2008 kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.11.2008 | 22:44
The day after.
Tilfinningarnar eru æði sérkennilegar í dag. Það er margt og margvíslegt sem hrærist í kolli mínum. Best af öllu væri ef um draum væri að ræða og ég myndi vakna upp í gamla Íslandi þar sem allt lék í lyndi á "lánum". Hinn kosturinn er að haga sér eins og hver önnur skipsrotta og yfirgefa skerið og flytja til annarra landa og eyða ellinni þar.
Borgarafundurinn í gær markaði viss tímamót. Ef stjórnvöld hefðu bara iðrast og viðurkennt að þau hefðu getað staðið betur vaktina þá væru flest allar forsendur fyrir andófi brostnar. Þau gerðu það ekki. Þau voru hrokafull. Því er ég sorgmæddur í dag.
Við vitum öll að ástandið er mun alvarlegra en valdhafar hafa sagt okkur. Við sættum okkur ekki við að við séum sniðgengin. Það má treysta okkur fyrir sannleikanum. Við viljum vita sannleikann. Við þurfum að vita hið rétta því við þurfum að geta brugðist við á réttan hátt. Hvert foreldri ber ábyrgð á sinni fjölskyldu. Við þurfum að lámarka skaðann fyrir börnin okkar. þess vegna krefjumst við réttra upplýsinga. Fyrir börnin okkar.
21.11.2008 | 20:26
Animal farm.
Það eru merkilegir tímar núna. Þeir eru meira að segja nokkuð sérstakir. Það er komin gjá á milli okkar, þ.e. hins almenna borgara, og valdhafa þessa lands. Það er augljóst að sumir Íslendingar eru jafnari en aðrir. Það er algjörlega óásættanlegt. Hitt er merkilegt að menn skammast sín ekki lengur fyrir að skara eld að sinni köku, þeim er nokk sama hvað okkur finnst.
Við reynum að nýta okkur lýðræðisleg réttindi okkar og mótmælum. Fjölmiðlar reyna af veikum mætti að veita aðhald. Það væri sök sér að valdhafar væru svolítið tregir til að hlusta á okkur. Þá væri ef til vill von til að koma vitinu fyrir þá. Í stað þess sýna valdhafar af sér einbeittan brotavilja. Það eru ráðnir sérfræðingar til að koma vísvitandi í veg fyrir eðlileg tengsl okkar við valdhafa. Vísvitandi komið í veg fyrir að blaðamenn tali við vissa embættismenn. Blaðamannafundir haldnir á vissan hátt, á vissum tímum til að valdhafar komi sem best frá þessu klúðri. Hver smjörklípan á fætur annarri.
Þetta er mjög sorglegt. Valdhafar haga sér eins og þeir séu í kosningabaráttu. Það er eins og valdhafar hafi engan skilning á því að þeir eru í vinnu hjá okkur. Núna er mikil nauðsyn á því að við beitum borgaralegum réttindum okkar til að koma valdhöfum þessa lands í skilning um það.
Óska eftir launalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |