Færsluflokkur: Dægurmál
19.7.2007 | 22:03
Tyrkneskur strætó.
Hér í Marmaris í Tyrklandi er strætó. Hann er að mestu rekinn af einyrkjum. Þeir eiga sinn vagn og reka hann sjálfir. Þeir hafa hagsmuna að gæta, þ. e. sinna.
Þeir hafa vagninn frekar lítinn þannig að hann fyllist fljótt. Yfirbyggingin er skorin við nögl, bara þeir sjálfir. Þeir keyra sem oftast fyrirfram ákveðna leið því þannig ná þeir í sem flesta farþega. Farþegarnir þurfa ekki að kunna neina tímatöflu því hún er ekki til. Maður gengur bara út á götu og vinkar þá stoppa þeir, svo taka þeir við aðgangseyrinum sjálfir. Síðan segir maður bara STOPP og þá stoppar hann. Það gæti ekki verið einfaldara og þess vegna DETTUR MANNI EKKI Í HUG AÐ TAKA LEIGUBÍL.
Hvatir strætisvagna höfuðborgar Íslands eru allt annars eðlis. Sem fæstir farþegar sem sjaldnast gefur af sér minnstan kostnað. Þess vegna er það sem manni dettur fyrst í hug í Reykjavík er TAXI.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2007 | 14:16
Betlarinn LSH.
Guðlaugur heilbrigðisráðherra ráðleggur LSH að taka sér lán fyrir skuldunum.
Ég er staddur í Tyrklandi þessa dagana. Hér prúttum við. Kaupmaðurinn hefur voru að selja og ég seðla. LSH hefur ekki neitt. LSH skuldsetur sig hjá kaupmönnum. LSH er boðið að skuldsetja sig enn frekar hjá ríkinu. Ég hélt að þrælahald væri afnumið. Ríkisafskiptaflokkurinn(X-D) nýtur þess að spinna upp ríkið.
Ef LSH væri í sömu aðstöðu og bankarnir væri öldin önnur. Þá hefði LSH réttarstöðu prúttarans og gæti verðlagt sína vöru og selt hana. Þá hefði LSH tekjur og gæti greitt sínar skuldir. Þá hefði LSH virðingu.
Í dag er LSH betlari, þeir stunda ekki viðskipti enda hefur þeim á flestum stöðum verið úthýst, mellur eru enn til staðar enda stunda þær viðskipti og hafa því virðingu.
Hvernig væri að menn átti sig á því að LSH framleiðir gæðavöru og hætti að umgangast hann sem betlara.
Viðvarandi vanskil LSH | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2007 | 22:21
Sjóferð-Gökova.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2007 | 16:44
Tyrkland-vatnsrennibrautagarður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.7.2007 | 14:06
Naflastrengurinn.
Það er mjög merkilegt að vera í Tyrklandi. Hér voru fyrstu vínin í heiminum ræktuð. Hér er borg sem heitir Efesus og er mörg þúsund ára gömul. Þar eru almenningssalerni og upphituð gólf. Íslendingar voru þá ekki einu sinni til. Þegar þeir birtust hafa þeir sjálfsagt verið flokkaðir sem villimenn af Tyrkjum. Svo erum við að setja okkur á háan hest. Í Istanbúl er kirkja sem er 1500 ára gömul og var ein stærsta kirkjan í veröldinni um 800 ára skeið. Geri aðrir betur.
Við hjónin höfum verið að ferðast svolítið að undanförnu. Heimsótt Madrid, Prag og Barcelona. Nú Kaupmannahöfn að sjálfsögðu. Þegar maður drekkur í sig menningu þessara borga, þá á einhvern hátt nær maður að samsama sig þessari fornu menningu. Á einhvern hátt er maður hluti af henni, maður finnur fyrir samhljóm. Maður fær svolítið sérstaka tilfinningu í sálina, hálfgerða helgun eða jafnvel dýpt og ró. Við eigum okkar upphaf hér, það eimir svolítið eftir af þeim naflastreng.
Við vorum á Florida fyrir ári. Gott frí í sjálfu sér. Heimsóttum skemmtigarðana fyrir börnin. Tilveran í Florida er svolítið öðruvísi en í Evrópu. Florida er tilbúin veröld. Í raun getur bara krókódíllinn búið í Florida án þess að gjörbreyta öllu umhverfi sínu með þurrkun fenja, loftkælingu og þess háttar. Í raun er Florida nánast óbyggilegt fyrir menn nema með þessum tilfæringum. Þetta er bara mjög rakt, heitt fenjasvæði fyrir krókódíla. Reyndar er krókódíllinn friðaður í Florida. Því er hann eina skepnan sem hefur öruggan tilvistargrundvöll í Florida. Hann er friðaður, enginn mé drepa hann, honum er hvorki of heitt né kalt þar sem hann marir hálfur í kafi. Auk þess má hann éta alla hina íbúana í Florida. Góður díll.
Svo eru hinir dílarnir í Flórída. Það eru þeir sem selja manni allt milli himins og jarðar. Ég held að það eina sem er frítt í henni Ameríku er loftið sem maður andar að sér. Allt annað selja þeir manni og líf þeir gengur út á að selja. Að selja eru þeirra trúarbrögð. Að selja er þeirra menning.
Þegar Evrópubúar fluttu til Ameríku þá slitnaði naflastrengurinn, því miður. Núna eigum við í vandræðum með þennan ungling sem veit ekki ennþá muninn á réttu og röngu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2007 | 15:39
Tyrkland, 15 júlí.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.7.2007 | 23:32
Samfylkingin.
Hvernig er þetta með Samfylkinguna. Þau fóru í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, að sjálfsögðu til að fá völd og stóla. Einnig til að sýna alþjóð að þau geti verið ábyrg í stjórn. Sýnt festu og tekið á málum með alvöru og mikilli skynsemi.
Hvernig gekk þeim í fyrsta stóra málinu sem kom til kasta þeirra. Kvótamálinu eða réttara sagt ákvörðun aflaheimilda fyrir næstu ár. Ekki vel finnst mér.
Miðað við allt sem sagt var fyrir síðustu kosningar þá er framkvæmdin döpur. Í staðinn fyrir sjálfsbjargarhvöt einstaklingsins, smáfyrirtæki sem fengju tækifæri til að blómstra þá fylkir samfylkingin sér með hagræðingarsinnum og vill steypa sjávarútveginn í stóriðju.
Þannig mun þetta vera næstu árin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2007 | 22:12
Hvar er Frjálslyndi flokkurinn?
Það dynja á manni fréttir af samdrætti eða lokunum fyrirtækja víðs vegar um landið. Ástæðan er niðurskurður á aflaheimildum á fiski. Nú er að koma í ljós það sem ýmsir sögðu fyrir að hinar dreifðu byggðir myndu halda áfram að blæða, þegar niðurskurðurinn verður kominn fram þá mun sjávarbyggðunum fossblæða.
Sumir halda því fram að kjósendur í sjávarbyggðunum hefðu betur kosið Frjálslynda flokkinn í síðustu kosningum. Sérstaklega þegar það er haft í huga að menn gátu vænst þess að um mikinn aflaniðurskurð yrði að ræða í haust. Þeir hefðu eflaust sett sig upp á móti tillögum Hafró ef þeir hefðu komist í ríkisstjórn. Niðurstaðan varð önnur eins og allir vita.
Umræðunni um þessi mál virðist vera handstýrt að miklu leiti. Margir eru á móti niðurskurðinum. Margir trúa ekki á Hafró. Málflutningur þeirra heyrist ekki. Mikið til vegna þess að þeir komast ekki að í vinsælum fjölmiðlum. Þannig er umræðunni handstýrt.
Aftur á móti hafa menn lagt mismikið á sig til að brjótast í gegn og mótmæla. Kristinn P, Jón Valur og ekki síst Sigurjón Þórðarson. Hann hefur bloggað ákaft og skrifað greinar í blöð. Einnig skorað ráðherra á hólm á blogginu.
Mér hefur fundist skorta á áberandi framgöngu Frjálslynda flokksins síðustu vikur. Virkni heimasíðu flokksins hefur ekki verið nein s.l. 2 mánuði. Ekki hef ég orðið mikið var við þingmenn flokksins í umræðunni. Þeir hafa a.m.k ekki nýtt sér bloggið mikið sem er orðinn mjög mikilvægur miðill á liðnum árum. Eina undantekningin er Jón Magnússon sem hefur bloggað töluvert.
Aftur á móti mun þetta allt saman skána í haust þegar menn koma úr sumarfríi og sérstaklega horfum við til þess að þegar Sigurjón Þórðarson mun taka við framkvæmdastjórastöðunni í FF og þá mun komast mikið afl í umræðuna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.7.2007 | 23:21
Mótvægisaðgerðir og sjómenn.
Nú á að malbika og grafa göng svo að fólk sem hefur unnið við sjávarútveg sl ár hafi eitthvað að gera.
Mjög merkilegt. Ef sjúklingakvóti lækna væri skorinn niður og okkur yrði boðin vinna við jarðgangagerð eða vegavinnu yrðum við ofsakátir. Ég held ekki. Hvers vegna eiga sjómenn að gera það sér að góðu. Ekki hefur sjómönnum verið boðið neitt í staðinn fyrir sína vinnu annað en meira launalaust frí. Að minnsta kosti ekki neitt við hæfi.
Ég neita því ekki að mér finnst sem sjómenn eigi bara að gera sér að góðu þennan niðurskurð á þorskkvóta án sértækra mótvægisaðgerða fyrir þá.
Hvað getur komið sjómönnum að gagni, jú að auka þorskkvóta og gefa þeim kost á að veiða sinn þorsk og þar að auki hvað eiga sjómenn að gera við þorskinn sem kemur upp með ýsunni?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.7.2007 | 21:24
Kunna Íslendingar að prútta?
Það er merkileg niðurstaða að verðlag hefur ekki lækkað eins og til stóð. Þrátt fyrir lækkun á opinberum álögum hefur það ekki gengið eftir. Krónan er aldrei sterkari, ég meina gjaldmiðillinn ekki verslunin, því ætti verð í verslunum að lækka. Samt hækkar það, merkilegt.
Það eru gömul sannindi að vara selst meðan viljugur kaupandi er af henni. Verðlagið er alltaf eins hátt og nokkur kostur er, meðan varan selst er verðið ekki lækkað, annað væri hrein heimska. Ef ég væri kaupmaður myndi ég alltaf selja vöru eins dýrt og ég gæti, það er bara þannig í viðskiptum.
Svo rekur fólk í rogastans að verðlag hafi ekki lækkað eins og það gerði sér vonir um. Eðli viðskipta er ekki á þeim lögmálum byggt að kaupmenn lækki vöruverð vegna óskhyggju okkar kaupenda. Eðli viðskipta er prútt og ekkert annað. Meðan við kaupum lækkar ekki verðið. Ef við hættum að kaupa þá lækkar verðið.
Vandamálið er kaupgleði okkar Íslendinga og skortur á verðskyni. Auk þess er um nauðsynjavörur og þær vörur verðum við alltaf að kaupa hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Þegar þannig er í pottinn búið hafa söluaðilar mikla tilhneigingu til að stilla saman strengi. Það má glögglega sjá í sölu á bensíni og olíu sem allir þurfa á að halda. Þessi auramunur í smásölu er engin samkeppni, bara sýndarmennska. Raunveruleg samkeppni gengur út á að slátra samkeppnisaðilanum eða deyja sjálfur. Íslendingar eru langt frá því að upplifa slíkt því við bara kaupum og kaupum eins og okkur sé borgað fyrir það.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)