Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Birgir og upplýsingaveitan.

Birgir Ármannsson spyr Jóhönnu um tölvuskeyti frá Alþjóðagjadeyrissjóðnum. Þetta skeyti var sent í Forsætisráðuneytið sem trúnaðarmál. Í þessu sambandi skiptir engu hvort Jóhanna vissi um skeytið eða ekki. Stóra spurningin er aftur á móti hvernig Birgir vissi um trúnaðarskeyti. Aðspurður svarar hann" Ég heyrði þetta utan að mér í gær og vegna þess að ég var ekki viss þá ákvað ég að spyrja forsætisráðherra". Hvernig stendur á því að trúnaðarupplýsingar liggja svona á lausu um alla þingsali? Ef Birgi þyrstir svona mikið í sannleikann þá þætti okkur vænt um að vita hver er hans DEEP THROAT.

Inside Deep Throat Poster

 


Erum við gjaldþrota eða ekki??

Uppgjör banka og fyrirtækja koma fram þessa dagana. Eignir eru yfirleitt lítill hluti af skuldum, það virðist vera meginreglan. Skuldir Íslendinga samkvæmt heimasíðu Seðlabankans eru ríflega 11 þúsund milljarðar. Samkvæmt fyrrnefndri reglu verða eignirnar eingöngu lítill hluti af öllum skuldunum. Einnig er vert að hafa í huga að megnið að skuldum okkar eru í erlendri mynt. Eignir bankanna okkar eru að miklu leiti veð í fasteignum á Íslandi. Jafnvel þó bankinn fái gott verð fyrir húsið mitt þá hjálpar það honum mjög lítið því hann fær það greitt í íslenskum krónum sem duga ekki til greiðslu á erlendu lánunum. Það var haft á orði um daginn að ill mögulegt væri fyrir íslenska þjóð að greiða 3 til 4 þúsund milljarða skuld. Af því leiðir að lífsins ómögulegt er fyrir okkur að greiða niður 11 þúsund milljarða. Því miður er sú tala fenginn í byrjun desember og með fallandi krónur hækkar sú tala stöðugt. Ef þetta er rétt hjá mér, þá er Ísland gjaldþrota. Hvernig væri að einhver ábyrgur aðili innan stjórnsýslunnar tæki af skarið og segði okkur hvað er rétt í þessu?

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband