Færsluflokkur: Spaugilegt

Mengunarslys forsetans

Það er ekki allt sem sýnist og tilveran hefur kennt manni margt, sérstaklega eftir að hrunið hófst. Kannski vegna þess að maður fór að horfa í kringum sig. Nú vilja allir semja um Icesave, sérkennilegt. Það eina sem hefur breyst er að þjóðin mun fá að segja skoðun sína á íslenskum lögum. Björn Valur bloggar um forsetann og telur að hann sé hluti af eitraðri blöndu fyrir Ísland. Því má draga þá ályktun að samningsviljinn hjá aðilum Icesave sé einhverskona mengunarslys af völdum Ólafs Ragnars. Ekki að furða að græningjunum sé illa við hann.

Er það hugsanlegt að forystumenn þjóðanna sem sömdu um Icesave séu eingöngu þessa dagana að hugsa um hvernig þeir geti bjargað andlitinu eftir að forsetinn þeytti tertunni í þá.

Ég tel best að við kjósum fyrst og tölum svo við sáttasemjara. 


mbl.is Kanadískur sáttasemjari?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sturla í Frjálslynda flokkinn.

Ég var að sjá þetta núna. Ég er orðlaus. Ég er ekki alveg að meika það. Ég get þó huggað mig við það að það auðveldar mér valið í framtíðinni.
mbl.is Sturla í Frjálslynda flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þér rótt?-Ekki mér.

Borgarfundurinn í gær í Háskólabíói var upplifun á vissan hátt. Ríkissjónvarpið kom við og pikkaði upp eina línu, verðtrygging já eða nei, og svo var fundurinn afgreiddur. Þvílík yfirborðsmennska, allt gert til að halda feisinu svo að maður styggi engan sem getur bitið mann. Heiglar. Fjölmiðlar eiga að vera gagnrýnir og vagga gagnrýnnar hugsunar. Þess í stað reyna þeir að rata einhvern meðalveg sem heldur öllum góðum, svo þeir missi ekki vinnuna. Hvers vegna tóku þeir ekki öll svör sem fengust á fundinum og krufðu þau til mergjar, véfengdu eða staðfestu þau. Hvar er alvöru rannsóknarblaðamennska, ég bara spyr?

Hrafn formaður allra lífeyrissjóðanna fullyrti að tap lífeyrissjóðanna á bankabólunni væri um það bil 14% og að öllum sjóðfélögum væri tryggð full réttindi til frambúðar. Var maðurinn í löngu sumarfríi eða heldur hann að við séum bjánar. Öll bólan er komin í núll eða neðar. Lífeyrissjóðirnir fjárfestu að töluverðu leiti í þessari bólu og því hlýtur rýrnunin að vera meiri en 14%. Ég bendi ykkur á mjög athyglisverða samantekt Risaeðlunnar um þessi mál.

Ég rakst á tilvísun á netfærslu. Þar stendur "Talaði við mann um helgina sem sagðist hafa það frá fyrstu hendi að ríkisstjórnin væri búin að gera samning við fjölmiðlafyrirtækin þrjú sem stjórna nánast allri umræðu í þjóðfélaginu um það að kæla og róa fólk niður."  Það er sem sagt búið að segja fjölmiðlum hvernig þeir eigi að haga sér svo að valdhafar geti haldið gleðileg jól.

Lífeyrissjóðirnir segja okkur ekki allan sannleikann svo við séum róleg. Fjölmiðlum eru gefin fyrirmæli um að róa okkur. Skilanefndirnar segja okkur ekki neitt, svo við séum róleg. Ríkisstjórnin og verkalýðsforystan keppast við að róa okkur með innihaldlausu bulli. Á meðan heldur spillingin og sukkið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Fyrirgefið, en mér er ekki rótt, þannig er það bara. Ég skil vel fólk sem hyggur a landvinninga á erlendri grund þar sem lýðræðið virkar betur.


Lýðræðið og Ólafur F.

Yfirlýsing Ólafs F varðandi inngöngu sína í Frjálslynda flokkinn hefur að vonum vakið mikla athygli. Mönnum hefur verið tíðrætt um brotthvarf hans frá flokknum á sínum tíma og þann skort á haldbærum skýringum á því háttalagi. Enn meiri athygli hafa yfirlýsingar hans um að hann muni leiða Frjálslynda flokkinn í næstu kosningum vakið. Undrun fólks og sér í lagi flokksmanna Frjálslyndra byggist á lítilli örðu á vegferð Ólafs sem heitir lýðræði. Hér á landi ganga menn í flokka og bjóða fram krafta sína. Leita eftir stuðningi og eru kosnir til trúnaðarstarfa. Ef Ólafur fetar sig þennan stíg gæti hugsast að draumar hans rættust. Þar sem hann virðist ekki hafa skráð sig í Frjálslynda flokkinn ennþá verður að túlka yfirlýsingar hans sem drauma.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband