Færsluflokkur: Tónlist

Hvað er í pípunum?

Það er margt í pípunum þessa dagana. Ég minni á Opinn Borgarafund í Iðnó á miðvikudagskvöldið kl 20:00. Yfirskriftin er "500  milljarðar, glæpur eða vinagreiði til eigenda". Í mínum huga er um 8-9 stk nýja Landspítala með öllu. Bara svo fólk átti sig á samhenginu.

Hörður Torfa er með tónleika annað kvöld. Ég held hann eigi það inni hjá okkur að við mætum og styrkjum hann eftir allt sem hann hefur gert í vetur. 

Frekari vangaveltur um pípur leiðir hugann að skolpræsum. Öll sú spilling, lygi, svindl og sjálftaka auðs sem hefur tröllriðið íslensku þjóðfélagi er með ólíkindum. Pípurnar hljóta að vera stórar hér á landi. Ég tel að tími sé komin á að við hleypum skítnum út. 

http://www.grafiksense.net/blog2/myndir/hordur_torfa.jpg


Flashback gamals fíkils.

Ég fann það í kvöld að ég er fíkill. Vil ekki neina meðferð í bili. Víman gaf gott kikk. Hugurinn hvarf til fyrri tíma, svona eins og er kallað flashback. Fór sem sagt á tripp í kvöld. Var á Miklatúni og hlustaði á Magnús og Jóhann-Ísland er land þitt.. algjör alsæla. Ungu krakkarnir horfðu á okkur gamlingjana og flissuðu. Þannig umgangast nú allir fólk sem er í vímu. Mér er sama þetta var æðislegt. Takk.

Draumur aldamótabarnsins - Magnús Þór Sigmundsson


 


Animal Farm.

Á morgun er 11 júní. Sjálfu sér ekki tíðindi fyrir þá sem kunna að lesa dagatal. Á morgun rennur út frestur Íslendinga til að svara mannréttindanefnd Sameinu Þjóðanna. Hún hefur kveðið upp þann úrskurð að við brjótum mannréttindi. Fyrir morgundaginn vildi mannréttindanefndin fá svör hvernig við ætluðum að hætta að brjóta mannréttindi og hvernig við myndum bæta þeim skaðann sem orðið hefðu fyrir þeim brotum.

Svör íslensku ríkisstjórnarinnar eru þau að bæta ekki mannréttindabrot og sennilega, einhvernvegin, nokkurnveginn, einhverntíman breyta lögum þannig að mannréttindabrotum linni á Íslandi.

Hvað er hægt að gera í þessari stöðu. Á ég að sækja um sænskan ríkisborgararétt á þeim forsendum að íslensk stjórnvöld brjóti mannréttindi á þegnum sínum. Get ég orðið pólitískur flóttamaður frá Íslandi? Sennilega verð ég bara að ganga með hauspoka erlendis, slík er skömmin.

Eða á ég að hugsa eins og margir, það er í góðu lagi að brjóta mannréttindi á sumum Íslendingum. 

http://www.aiacetorino.it/immagini/Animal_Farm.jpg


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband