Okkar Dunkirk.

Bretar flúðu undan Þjóðverjum eftir algjöran ósigur í Frakklandi. Chamberlain kom með ónýtan samning heim eins og Svavar Gestsson og ári síðar voru Bretar komnir niður í fjöru í Dunkirk. IceSave ríkisábyrgðin var samþykkt á Alþingi Íslendinga í dag. Þjóðverjar túlkuðu Chamberlain samninginn eftir sínu höfði. Hvort við fáum eins og Bretar einhvern Winston Churchill er önnur saga. En við þurfum á þeim anda að halda núna.

Þegar flest sund virtust lokuð þá lofaði karlinn svita, blóði, tárum og sigri.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn(AGS) hefur skuldsett okkur svo hrikalega að við ráðum engu sjálf. Heyrst hefur að AGS banni Steingrími Fjarmálaráðherra að kaupa HS orku til okkar Íslendinga svo orkan á Suðurnesjum falli ekki í hendur útlendinga. AGS samþykkir ekki frekari lán nema við samþykktum IceSlave samninginn. AGS krefst hallalausra fjárlaga innan tveggja ára. Það þýðir meiriháttar niðurskurð. AGS stjórnar Íslandi gott fólk. Einhver staðar er til samningur um yfirtöku AGS á sjálfstæði Íslands en hann höfum við ekki fengið að sjá. Hvort það er hótun um líflát eða svissneskar bankabækur veit ég ekki, en að minnsta kosti er farið með þennan samning eins og mannsmorð.

Það var ákveðið að skera lítið niður í ár. Almenningi var leyft að frysta lánin sín tímabundið. Núna er komið að skuldadögum. Niðurskurður á ríkisútgjöldum verður a.m.k 30% á næsta ári. Í Lettlandi geysar kreppan og AGS stjórnar þar og því er gott að fylgjast með þeim, því þeir eru skrefi á undan okkur. Þar sem skólar eru nálægt hvor öðrum eru þeir sameinaðir. Laun kennara verða skorin niður um 30% frá og með 1 september í ár. Heilbrigðisráðherrann segir að ef ekki fæst meira fjármagn þá muni hún þurfa að rukka alla sjúklinga fyrir sjúkrahúsvist, sem liggja lengur inni en tvo daga.

Það er ekkert í spilunum sem bendir til hins gagnstæða hjá okkur Íslendingum, nema hefðbundin íslensk brjálsemi. Ef við stöndum saman, yfir allar flokkslínur, og mótmælum áformum AGS, krefjumst þess að fá að ráða okkar málum sjálf þá eigum við von. Við erum ekki heimsk, við getum siglt okkur út úr þessari kreppu, með aðstoð, án þess að gefa allar eigur okkar. Vaknið kæru landsmenn og stöndum saman.

http://gothamist.com/attachments/nyc_daveh/dunkirk.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki annað hægt en að taka undir þessi orð þín.

Helga (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 00:20

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Heyr heyr !!!

Ég fór líka að velta því fyrir mér - hvers vegna var ekki farið fram á ríkisábyrgð á AGS lánið?

Baldvin Jónsson, 29.8.2009 kl. 00:29

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr.  Við höfum ekkert séð ennþá.  Kreppan er á næstu grösum, alvöru kreppa. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.8.2009 kl. 00:34

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Innlitskvitt.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.8.2009 kl. 00:54

5 Smámynd: Halla Rut

Heyr heyr !!!

Halla Rut , 29.8.2009 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband