Hvaða flokkur gagnast mér?

Sjálfstæðisflokkurinn er vinsæll flokkur. Um það bil fjórði til fimmti hver Íslendingur kýs Sjálfstæðisflokkinn. Því ætti hann að hafa gert mörgum margt gott. Sjálfstæðisflokkurinn tók réttin til að veiða fiskinn frá fólkinu og færði þann rétt á silfurfati til fárra. Þeir leyfðu síðan mönnum að veðsetja óveiddan fisk. Þeir seldu bankana sem við áttum til örfárra manna-vina sinna. Þeir hafa endurtekið reynt að koma auðlindum okkar í einkaeigu. Þrátt fyrir greiðslur í sjóði sína frá hagsmunaaðilum hefur það ekki tekist enn. En áfram skal haldið. Helstu kosningaloforð Sjálfstæðismanna núna er að koma sem mestri orku fyrir kattarnef, helst í formi álbræðslu. Þeir gáfu fiskinn, síðan bankana, næst er það orkan.

Sjálfstæðisflokkurinn jók skatta á venjulega launamenn. Hann minnkaði eignaskatt. Hann tók af hátekjuskatt. Hann lækkaði skatt á fyrirtækjum. Hann lækkaði skatt af arði. 

Það er augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn gagnast best þeim tekjuhærri, stóreignamönnum og þeim sem meira mega sín í þjóðfélagi okkar. Það er vel hugsanlegt að fyrrnefndur hópur sé um fjórðungur þjóðarinnar, en ég dreg það stórlega í efa. Aðallega vegna þess að ég þekki svo marga sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn en hafa ekkert gagn af því. Ég tel það brýnt hagsmunamál að hinn almenni kjósandi geri virkilega "kost benifit analýsu" á því hvað hagnast honum best að kjósa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott kvöld: Einn siðblindur forstjóri sagði eitt sinn við annan, við þurfum ekkert að óttast, því fólk er fífl. þetta á vel við núna.

Bjarni Kjartansson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 21:07

2 identicon

Góður og þarflegur pistill hjá þér,takk fyrir.

Númi (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 21:16

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Sé ekkert rangt í þezzari þörfu upprifjunarsagnfræði sem líka að þarf að endurtaka víðar & oftar.

Steingrímur Helgason, 9.4.2009 kl. 21:23

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Góður!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.4.2009 kl. 04:35

5 Smámynd: doddý

það er ekki nema von að þú spyrjir. ég skila auðu.... og auðvitað hlaða þessir aular undir rassgatið á hvorum öðrum, þeir sigla um lífið í þeirri trú um að þeir veikist ekki og að allir landsmenn eigi sjóði sem gott er að plokka í ef eitthvað klikkar. ég er farin að halda að allir íhaldsmenn séu komnir úr umhverfi pökkuðu af baðmull og þvílíku. þeir vita ekkert um almenning og hagi eðlilegs fólks. þorgerður katrín, bjarni ben, friðrik sófus, davíð odds, slaufudýrið o.s.frv. ekkert af þeim hefur þurft að leiða hugan að því hvort til sé matur fyrir morgundaginn. kv d

doddý, 10.4.2009 kl. 11:38

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Doddý: Með því að skila auðu er miklu líklegra að þú styððjir við núverandi ástand. Aðgerðarleysi eins og það að skila auðu hefur engar breytingar í för með sér.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.4.2009 kl. 14:19

7 Smámynd: doddý

... það þýðir heldur ekkert að kjósa það sem er engum að gagni. kv d

doddý, 11.4.2009 kl. 11:03

8 Smámynd: Jens Guð

  Doddý,  með því að skila auðu ertu að leggja blessun yfir óbreytt ástand og styrkja gamla fjórflokkinn í sessi.  Ég ætla ekki að hvetja þig til að kjósa neinn tiltekinn flokk.  En þó þú gerir ekki annað en kjósa framboð sem stendur utan fjórflokkanna ertu að styðja breytingu og leggja lýðræðinu lið.  Sama þó einhver slík framboð mælist lágt í skoðanakönnunum.

  Í Bandaríkjunum skiptu tónlistarmenn og aðrir skemmtikraftar um taktík frá þar síðustu kosningum.  Í þar síðustu kosningum gerðu þeir út á yfirskriftina "Rock Against Bush".  Hún virkaði ekki.  Slagorð sem byggir á "against" virkar ekki.  Fyrir síðustu kosningar gerðu þeir út á yfirskriftina "Rock for Vote".  Það virkaði vonum framar.  Republikanar áttu ekkert svar við herferð fyrir því að fólk nýtti kosningarétt sinn.  Það ótrúlega gerðist:  Fólk flykktist á kjörstaði og greiddi atkvæði.  Svartur félagshyggjumaður var kosinn í áhrifamesta embætti heims.

Jens Guð, 11.4.2009 kl. 22:38

9 Smámynd: doddý

.. nei!... jens? ert þú hér? ég skila auðu hvað sem þú segir ;). og gleðilega páska til þín gunnar skúli, fínn pistill að vanda. kv d 

doddý, 12.4.2009 kl. 20:50

10 identicon

Vildi bara láta þig vita að ég "stal" ;) þessari upptalningu þinni til að láta inn á facebookið mitt!! tók samt fram hvaðan ég tók þetta, vonandi er þér sama.

Elín (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband