Lýðveldi 2.

Ef maður á að vera jákvæður þá lifum við spennandi tíma. Núna er mikið lífsmark með stórum hluta þjóðarinnar. Andstæða þess er sú ládeyða sem umlykur Ríkisstjórnina. Eina undantekningin er Heilbrigðisráðherra og mælast aðgerðir hans misvel fyrir. Sem fyrrverandi starfsmaður St. Jósefsspítala vona ég innilega að þau mál muni öll leysast farsællega.

Sá hluti þjóðarinnar sem er ekki þjóðin er í valdabrölti. Þjóðin vill fá völd. Við viljum breytingar. Eins og Guðlaugur Þór getur vitnað um eru breytingar oftar en ekki óvinsælar. Því munu hugmyndir okkar mæta mjög mikilli andstöðu þeirra sem halda um völdin núna.

Við verðum að sameinast um nokkur einföld markmið og koma þeim á koppinn.

Njörður P var í Silfri Egils í dag og tjáði sig um sínar hugmyndir sem ég get verið sammála. Auk þess hafa ýmsir bloggarar sett fram svipaðar hugmyndir, Egill Jóhannsson Jakobína, og ýmsir fleiri.

Mjög góðar og þarfar hugmyndir, núna er bara verklegi þátturinn eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband