SKIPSROTTUR Á FÖRUM.

Staðan er grafalvarleg. Íslenska ríkið er nánast gjaldþrota. Íslenska ríkið fær ekki lán úti í heimi. Mannorð okkar er einskis virði. Við erum aðhlátursefni um allan heim. Fyrir nokkrum vikum vorum við rjómi alheimsins. Hvað gerðist?

Í dag er það augljóst að við vorum undanrenna en ekki rjómi.

Þeir sem seldu okkur undanrennu fyrir rjóma eiga að gjalda, því það eru svik.

Ríkisstjórnin sveik okkur því hún var bara að klæðast slæðum úti í löndum og safna atkvæðum fyrir kosningarnar hjá Öryggisráðinu. Hún var ekki að sinna innanríkismálum.

Seðlabankinn klikkaði nánast í öllu, hvaða gagn hefur hann gert? Ingibjörg Sólrún sat þar þangað til hún varð Utanríkisráðherra, hvað var hún að hugsa þar??

Fjármálaeftirlitið brást grunnskildum sínum. Þeir hefðu átt að ÖSKRA HÁTT þegar Landsbankinn fór til Hollands-eða hvað?

Fjárglæframennirnir sem hafa fjárfest í kross og selt hvor öðrum til að auka verðgildi félaga sinna skulda þjóðinni mikið. Afsökun, skýringar og endurgreiðslu.

Segja má að stjórnvöld hafi sofið á verðinum, það eru afglöp í starfi. Aftur á móti þegar menn eru að leika sér með hlutafé fólks og margselja sama hlutinn bara til að skrúfa upp verðgildi hans án innistæðu eru menn að brjóta af sér með ásetningi. Það er munur að brjóta af sér vegna vangá eða hæfnisleysis eða þegar menn framkvæma hluti sem lýsa má sem einbeittum brotavilja í þeirri von að brotið komist ekki upp. Því eru afbrot fjárglæframannanna eða óreiðumannanna mun alvarlegri. Á öllu þessu þarf að taka sem fyrst. Aftur á móti þarf ríkisstjórnin að taka sig taki og koma þjóðarskútunni á flot að öðrum kosti munum við skipsrotturnar koma okkur frá borði. Læknar eins og ég geta fengið vinnu hvar sem er. Ef valið er um huggulegt ævikvöld á erlendri grund eða í eymd á Íslandi er valið augljóst. Ef Ríkisstjórnin treystir sér ekki til þess að hreinsa til verðum við að fá nýja.

http://www.columbia.edu/itc/cerc/danoff-burg/invasion_bio/inv_spp_summ/rat%20on%20rope.JPG


mbl.is Staðan er grafalvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Veistu það, Gunnar Skúli, að ef ég hefði sömu möguleika og þú til vinnu í öðru landi, væri ég með fyrstu rottunum til að yfirgefa hripleka þjóðarskútuna.  Ég vona nú að hægt verði að gera hana haffæra á ný, en þó að stagað verði í hana, verður hún örugglega sjúskuð og gjuggandi lengi á eftir.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 12.11.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband