Mannréttindi-hvað er nú það?

Það kom fram í kvöldfréttatíma sjónvarpsins að íslenska ríkið væri enn eina ferðina að fá falleinkunn í mannréttindamálum. Ríkið gleymdu bara að tilkynna liðlega fimmtíu íslenskum þegnum að þeir hefðu orðið fyrir mannréttindabrotum af hálfu ríkisins, eða þannig sko. Um daginn féll íslenska ríkið einnig á mannréttindaprófi Sameinuðu þjóðanna. Núna eru bæði Evrópa og SÞ búin að fella okkur í mannréttindum. Við virðumst ekki á vetur setjandi í þessum málaflokki.

Kannski eru mannréttindi í svo háum tollaflokki að þau hafi aldrei verið flutt inn til landsins. Frekar virðist vera um að ræða að Lénsherrunum sé illa við afskiptasemi. Þeir hafa ekki vanist slíku. Það er greinilega kominn tími á að við Íslendingar förum að opna stjórnsýsluna og gera hana gegnsærri. Hinn almenni borgari þarf að hafa fullan rétt á því að stunda hvaða þá rannsóknarblaðamennsku sem viðkomandi hefur nennu til. Það er óþolandi staða að Lénsherrarnir skammti okkur skemmtiefni.

Sjálfsagt er ég bara grunnhygginn borgari. Mig skortir þennan "dýnamiska" djúpa skilning á tilverunni. Sannleikurinn er sjálfsagt sá að til þess að sóma sér vel í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þarf þjóðin að hafa safnað sér einhverjum lágmarksfjölda mannréttindabrota.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn búinn að vera við stjórn sl.fimmtán ár eða meira?

Guðjón H Finnbogason, 1.3.2008 kl. 22:32

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

100% sammála.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.3.2008 kl. 22:32

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er með ólíkindum, og erum við ekki að reyna að troða okkur í Öryggisráð sameinuðu þjóðanna, ætli þetta mál verði okkur nú til framdráttar, það er ekki nóg að eyða og spenna peningum í svona prump, heldur þurfa gjörði stjórnmálamanna líka að vera í góðu lagi.  Þetta var EKKI í góðu lagi, og þeim sem áttu að sjá um það til mikillar skammar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2008 kl. 12:46

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála Gunnar, þeim væri nær að taka til hendinni í bakgarðinum áður en þeir fara að segja öðrum til.

Sigurður Þórðarson, 2.3.2008 kl. 16:47

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Takk fyrir athugasemdirnar öll sömul. Það virðist vera mikil þörf á umræðu um þessi mál. Við verðum að auðvelda aðgengi almennings að upplýsingum innan stjórnkerfisins.

Gunnar Skúli Ármannsson, 2.3.2008 kl. 20:04

6 Smámynd: Rannveig H

'o já reita arfann í sínum eigin garði er mun vænlegra til árangurs.Hum er ekki að fara koma meira blogg ?

Rannveig H, 9.3.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband