Kastljós-II

Nú get ég ekki bara orða bundist. Þegar ríkisstjórn Íslands tekur eina stærstu og afdrífaríkustu ákvörðun seinni tíma um sjávarútvegsmál þá fjallar kastljós um fótbolta. Það er fyrst rætt örstutt um sjávarútvegsmál og meðal annars er íþróttafréttamaður fyrir svörum, með fullri virðingu fyrir honum. En augljóst var að ekki átti að ræða sjávarútvegsmál að neinu ráði. Eftir örfár mínútur var farið að ræða eitthvað mark í knattspyrnuleik sem olli því að fullorðnir menn fóru að haga sér eins og smástrákar. Enda varð öll umræðan sem fylgdi eins og hjá krökkum sem eru að saka hvert annað um mismunandi ódæði og röksemdafærslan á svipuðu plani.

Knattspyrna er leikur og skemmtun. Sjávarútvegur og þær ákvarðanir sem teknar voru í dag eru dauðans alvara.

Kastljós á ekki lengur að tilheyra fréttastofu sjónvarpsins heldur vera hluti af skemmtidagskrá þess eins og spaugstofan. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Tek heilshugar undir þetta. Það virðist vera að þessar boltafréttir yfirskyggi allt annað í fjölmiðlunum. Auðséð hvað Helga Seljan leiddist að tala um niðurskurðinn á þorskaflanum og beið bara eftir því að geta farið að ræða boltann. Kastljósið og Ísland í dag hafa verið að setja mjög ofan á síðustu mánuðum.

Þórir Kjartansson, 6.7.2007 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband