One way ticket

Tilveran á Íslandi er absúrd. Það vita allir nokkurn veginn allt um spillinguna, stór hluti er afhjúpaður í Rannsóknarskýrslunni og síðustu daga vellur rotið innihald íslenskrar bankastarfsemi upp úr fjölmiðlum landsins. Það sem er absúrd að við meðhöndlum allt saman eins og hverja aðra dægrastyttingu. Við ræðum um málin og hneykslumst svolítið en breytum engu.

Almenningur breytir engu því hann hefur engin völd til þess að breyta neinu. Sterk öfl með ýmsar ólíkar ástæður vilja ekki breyta neinu. Þessi ofl hafa valdið, þess vegna breytist ekkert. Það var í raun algjör barnaskapur að halda skömmu eftir hrun að eitthvað myndi breytast.

Sem dæmi ættu fjölmiðlar ekki að ræða við stjórnmálaöflin, Sjálfstæðisflokk, Samfylkingu eða Framsókn sökum tengsla þeirra við spillinguna. Ef við miðum við hneykslan þeirra við styrkjunum. Rannsóknarskýrslan virðist taka af öll tvímæli að okkur ber engin skylda til að borga Icesave og þar með ættu fjölmiðlar ekki að tala við VG.

Ástæða þess að ég er að nöldra er að við í Frjálslynda flokknum verðum fyrir algjörri þöggun af hálfu fjölmiðla. Þegar fjölmiðlar eru skoðaðir þá er í þeim nánast engin vísbending um að við Frjálslyndir séum að bjóða fram hér í Reykjavík. Almenningur veit varla að við erum til.

Við eigum enga peninga þannig að við getum ekki keypt okkur sess í fjölmiðlum.

Með þessu háttalagi er verið að skerða möguleika almennings til að velja í kosningum.

Almenningur hefur enginn völd þannig að valdinu/fjölmiðlum er slétt sama.

Það virðist sem fátt geti komið í veg fyrir að við verðum alheimskunni að bráð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sæll Gunnar, Ég held það hafi verið stór mistök að skera ekki algerlega á tengslin við fyrrum forystu Frjálslynda Flokksins, Guðjón A og hans klíkuvini. Þeir eru samofnir því samtryggingarkerfi fjórflokksins sem þarf að uppræta. Þegar svona flokkur er endurreistur þarf að vanda sig mikið. Þarna getur skapast vettvangur fyrir þá hentistefnu pólitíkusa sem ég kalla lukkuriddara. Þetta þekkir Sigurjón, Frjálslyndi Flokkurinn hefur skaðast vegna þess að óprúttið fólk hefur reynt óvinveitta yfirtöku og þið eigið eftir að ávinna ykkur traust sem nýtt og heiðarlegt stjórnmálaafl.  Byrjunin í borginni lofar ekki góðu. því miður

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.5.2010 kl. 23:20

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er frábært fólk í borginni að bjóða sig fram sem gerir það af hugsjón til þess að láta gott af sér leiða.  Hjarðhegðun Íslenskra fjölmiðla eruauðvitað sérstakt rannsóknarefni bæði fyrir og eftir hrun. Það sem mér kemur helst á óvart eru vinnubrögð DV sem hefur ekki einungis sýnt oddvita Frjálslynda flokksins þöggun heldur einnig dónaskap.

Sigurjón Þórðarson, 14.5.2010 kl. 00:18

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er gjörzammála Jóhannezi.

Illa ígrunduð áráz um fjármálamizferli frá Guðjóni á Ólaf F. Magnúzzon, zem að enn er uppi haldið af Haraldri Balduzzyni, öðrum manni á lizta, gerir endanlega útaf við þann möguleika að þetta framboð njóti einhverz fylgiz framyfir einhverja fimmhundruðkalla...

& ég tek það fram, að mér þykir það mjög leitt...

Steingrímur Helgason, 14.5.2010 kl. 00:23

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Jóhannes og Steingrímur

þar sem ég er innsti koppur í búri í framboðinu í Reykjavík geri ég mér grein fyrir að þið skrifið af vanþekkingu. Það framferði ykkar staðfestir lokorð mín í færslunni minni hér fyrir ofan

 "Það virðist sem fátt geti komið í veg fyrir að við verðum alheimskunni að bráð".

Gunnar Skúli Ármannsson, 14.5.2010 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband