Fáþingi-aLÞINGi gÖTUNNAr-bylting

Það var hefðbundinn laugardagur hjá okkur hjónum í dag. aLÞINGi gÖTUNNAr var á dagskrá. Konan var reyndar fundarstjóri í fyrst sinn og tókst það með ágætum. Ekki er hægt að segja að það hafi verið margmenni en kjarninn mætti. Ég var nokkra stund í Kolaportinu fyrir fundinn og útbýtti dreifimiðum og hvatti fólk til að mæta á Austurvöll. Lang flestir vissu ekki af fundunum. Þar kom berlega í ljós skortur okkar á fjármagni því ekki getum við auglýst okkur eins og bankarnir með heilsíðuauglýsingum.

Þrjár góðar ræður voru á fundinum. Sjá má hluta þeirra hér, á althingigotunnar.is.

Ræða Evu Hauks var mjög beitt. Hún benti á að alþingi götunnar er valdalaust í samanburði við hið hefðbundna Alþingi, sem hún reyndar kallaði "Fáþingi". Hennar lausn var bylting. Bylting sem felst í því að við hættum að næra núverandi valdhafa, þ.e. bankana og stórverslanirnar. Hún spurði líka þeirrar áleitnu spurningar, hvað er fólk að gera, það er að versla í búðum valdhafanna svaraði hún sjálfri sér. A.m.k. var ekki fólk að mótmæla á Austurvelli þó flestir séu ósáttir við framþróun mála í þjóðfélaginu í dag.

Þjóðin siglir áfram og reynir eftir fremsta megni að halda upp hefðbundinni iðju eins og fyrir hrun. Þjóðin er ekki sátt. Þjóðin reynir samt ekkert til að takast á við ástandið sem það er ekki sátt við nema að hverfa til gömlu taktanna, að fylgjast ekki með og láta teyma sig áfram. Það er eins og enginn vilji breytingar, manni er jafnvel spurn, hvar eru allir róttæklingarnir, geta þeir ekki sameinast um nokkrar réttlætiskröfur.

Það er sérkennilegt að hugsa til þess að ef allt verður vitlaust í kjölfar skýrslunnar þá er það meira fýlukast þjóðarinnar vegna vanhæfni sem er löngu liðin en þess óréttlætis sem viðgenst í dag. Er okkur viðbjargandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Veistu það, ég er farin að efast stórlega um það að okkur Íslendingum sé viðbjargandi.  Allir gala í sínu eigin horni, en mæta ekki á mótmælafundina.  Ég sjálf finn fyrir kvíða, og mæti ég þess vegna ekki á laugardagsfundina á Austurvelli.  Ég skammast mín fyrir það að mæta ekki. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.4.2010 kl. 02:35

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég myndi mæta ef ég væri í bænum.  Þetta ástand er að verða ólíðandi algjörlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2010 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband