Jóhanna, eldgos og rústabjörgun

Það er eldgos á Íslandi í dag. Menn höfðu grunsemdir um að slíkt gæti gerst og voru við öllu búnir. Þegar það hófst ruku menn til og unnu fumlaust eftir fyrirfram gerðum áætlunum. Hingað til hefur ekkert farið úrskeiðis. Jóhanna forsætisráðherra brá sér af bæ í dag og kynnti sér málin af eigin raun. Hún heitir hugsanlegum fórnarlömbum hamfaranna fullum stuðningi og bótum ef illa fer.

Jóhanna sat í ríkisstjórn í aðdraganda bankahrunsins. Engin plön, engin áætlun. Við bankahrunið varð uppi fótur og fit, fum og fát. Enginn brá sér af bæ til að kynna sér málin af eigin raun og hefur ekki gert enn. Fórnalömbin sitja ein og yfirgefin í rústum heimila sinna. Ríkisstjórn Jóhönnu bíður fórnarlömbum bankahrunsins að berjast í bökkum til æviloka. Ef fórnarlömbunum hugnast ekki það hlutskipti eða geta ekki annað ætlar Jóhanna og Árni Páll að hjálpa þeim að verða gjaldþrota á mettíma. Það kallast rústabjörgun, draga líkin út því þau lykta svo illa. Síðan getur nýtt fólk flutt inn í staðinn.

Að ljá Lyklafrumvarpi Lilju Mós liðsinni sitt er ekki inní myndinni hjá Jóhönnu. Hún tekur afstöðu með lánadrottnum þessa lands, enda hafa þeir fóðrað kosningajóði hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dapurlegt en hverju orðinu sannara.

Sigurlaug (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 00:10

2 identicon

Mikið svakalega hittirði naglann þarna beint á höfuðið. Og ég er sammála síðasta ræðumanni, "Dapurlegt en hverju orði sannara" maður veit ekki hvort maður á að gráta eða hlæja.

Það er bara að verða föst í höfðinu á mér þessi skemmtilega grátbroslega atriði úr áramóta skaupinu árið 2008. http://www.youtube.com/watch?v=Ik66THWLlM4&feature=related

Manni finnst maður alltaf vera tautandi um það sama aftur, og aftur, og aftur, og aftur, og aftur, en það breytist nánast ekkert, og flest á verri veg en betri. ;(

Hafsteinn Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 01:28

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Hvað þýða aðgerðir stjórnvalda á mannamáli? Ég skora á alla sem þetta lesa að skrá sig hér í stuðningshóp við frumvarp Lilju og áframsenda á vini og kunningja sömu beiðni. Bendi einnig á þessa hópa:  Mótmælendur Íslandi, Samtök lánþega,  Lántakendur Avant, Lýsingar og SP Fjármögnunar

Ævar Rafn Kjartansson, 22.3.2010 kl. 15:56

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú ert snillingur Gunnar Skúli!!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.3.2010 kl. 19:07

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

takk,, ég roðna...

Gunnar Skúli Ármannsson, 22.3.2010 kl. 19:26

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2010 kl. 10:35

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Betur er varla hægt að orða hlutina.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 29.3.2010 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband