Vill einhver kaupa húsið mitt á 3 milljarða?

Ég hef verið að velta fyrir mér verðtryggingu eins og margir aðrir þessa dagana. Ég ákvað að prófa reiknivél Íbúðalánasjóðs. Ef ég tek verðtryggt 20 milljón kr. lán til 40 ára miðað við 20% verðbólgu þá enda ég með að borga tæpa 10 MILLJARÐA

Heildarendurgreiðsla

 ÍbúðalánasjóðurSparisjóðirSamtals lánveiting
Afborgun20.000.000 kr.
20.000.000 kr.
Vextir28.862.437 kr.
28.862.437 kr.
Verðbætur9.866.906.833 kr.
9.866.906.833 kr.
Greiðslugjald36.000 kr.
36.000 kr.
Samtals greitt9.915.805.271 kr.
9.915.805.271 kr.

Útborguð fjárhæð (andvirði)

 ÍbúðalánasjóðurSparisjóðirSamtals
Lánsupphæð20.000.000 kr.
20.000.000 kr.
Lántökugjald-200.000 kr.
-200.000 kr.
Útborgað hjá ÍLS19.800.000 kr.  
Opinber gjöld-301.350 kr.

Útborguð fjárhæð19.498.650 kr.


Áramótin 2013 og 2014 skulda ég allt húsið, þ.e. eignalaus maður.

Vorið 2042 eru eftirstöðvarnar með verðbótum liðlega 3 þúsund milljónir eða 3 milljarðar.

Svar ASÍ er að lengja lánstímann í 70 ár. Greinilega mínir menn, gallinn er bara sá að ég vænti þess ekki að verða 120 ára.

Ég er bara læknir og mín stærðfræðikunnátta er mjög takmörkuð, því spyr ég er þetta mögulegt?

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Nú þarf að leggjast undir feld og reikna maður og það með nokkuð öfluga tölvu. Láttu Fannar frá Rifi reikna þetta dæmi fyrir þig hann er nokkuð talnaglöggur strákurinn.

Hallgrímur Guðmundsson, 27.11.2008 kl. 22:14

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Gunnar. Hagfræðingur myndi sennilega núvirða þetta með stýrivaxtaprósendu seðlabankans. Til þess að fá raunhæfa mynd þarf einnig að skoða eða spá launaþróun fyrir sama tímabil. Það sem er athyglisverðast að skoða í þessu samhengi er innbyggt og kerfislægt óréttlæti. Óréttlætið verður til vegna þess að viðmið eða grunnur er mismunandi eftir því hvoru megin við borðið við stöndum. Við skulum spyrja hvers vegna ekki er vilji fyrir að koma hér á sanngjörnu kerfi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.11.2008 kl. 22:20

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gunnar Skúli.

Nei þetta er ekki mögulegt, og eitt stórt rugl.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.11.2008 kl. 01:16

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þetta eru ótrúlegar tölur ef satt reynist. Vandamálið er að óstjórn ráðamanna í peningamálum þjóðarinnar hefur aðallega gengið út á að blóðmjólka almenning nógu mikið og alltaf er gengið lengra og LENGRA og LENGRA ...

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.11.2008 kl. 07:03

5 Smámynd: Stefán Gíslason

Þetta er vel mögulegt, þó að þetta sé náttúrulega alveg ómögulegt. Ég er sem sagt nokkuð viss um að reiknivél Íbúðalánasjóðs reiknar rétt. Sjálfur kann ég ekki að reikna svona lán nema með mikilli yfirlegu, af því að þetta er jafngreiðslulán, þar sem afborganir af höfuðstól koma inn með vaxandi þunga eftir því sem líður á lánstímann. Hins vegar er auðvelt að giska á stærðargráðuna. Hugsum okkur t.d. að þú takir lánið og borgir svo ekki neitt. Ef við gleymum vöxtunum hækkar lánið þá einfaldlega um 20% á ári. Á hverju ári þarf maður sem sagt að margfalda höfuðstólinn með 1,2. Upphaflega lánsfjárhæðin margfaldast með öðrum orðum með 1,2 í veldinu n á n árum. Til að sjá hver talan verður eftir 40 ár þarf maður sem sagt bara að margfalda 20 milljónkallinn með 1,2 í veldinu 40. Útkoman er 29.395.431.359 krónur. Það segir manni að það kostar alla vega nokkra milljarða að borga lánið niður á 40 árum. Hitt er svo annað, að maður getur ekki horft á hækkun lánsins eina og sér. Eitthvað hlýtur allt hitt að hækka líka, þ.e. launin manns og verðmæti hússins. Það er bara verst ef það hækkar miklu minna. Slík þróun er í gangi einmitt núna. Hagfræðingar myndi e.t.v. orða það svo að núvirði 29,4 milljarða eftir 40 ár sé nú um 20 milljónir króna. 

Að lengja lánstíma er út af fyrir sig bjarnargreiði, hver sem verðbólgan er. Lengri lánstími þýðir alltaf að heildargreiðslan hækkar, nema ef lánið er vaxtalaust. Kosturinn við lengingu er hins vegar sá, að þannig er hægt að lækka mánaðarlega greiðslubyrði. Svona rétt til „gamans“ má nefna, að 20 milljón kall, sem fær að verðbólgna óáreittur um 20% á ári í 70 ár verður þá kominn í rétt tæpa 7.000 milljarða, eða tæpar 7 billjónir (trilljónir á ameríska vísu), nánar tiltekið 6.977.779.138.644 krónur.

Stefán Gíslason, 28.11.2008 kl. 08:22

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það að lengja í lánum þýðir í raun að við eigum bara að borga og borga. En tilgangurinn með því að borga og borga er tekinn í burtu, þ.e.a.s. það að eignast húsnæðið.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.11.2008 kl. 14:56

7 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Stefán,

nú kom vel á vonda eða þannig sko. Þú kenndir einu sinni stærðfræði í MH. Ég var einu sinni nemandi í MH. Sjaldan launar kálfur....

Þar sem stærðfræði átti engan veginn við mig snéri ég mér að raungrein og fór í læknisfræði. Hef reyndar áttað mig á því í dag að læknisfræði er ekki heldur raungrein.

Spurningin í mínum huga, er til einhver reiknivél á netinu þar sem hægt er að setja inn mismikla verðbólgu á mismunandi tíma á lánstímanum.

Gunnar Skúli Ármannsson, 28.11.2008 kl. 20:03

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Gunnar Skúli. Þú ert að hugsa allt of langt fram í tímann Ég get þó sagt þér að þegar reiknuð var út greiðslugeta í bönkunum í den..var vísitölunni sleppt af því að þá yrðu tölurnar svo rosalegar að fólki féllust hendur. Þá ver bara sagt að það væri eins með launin. Þau myndu líka hækka rosalega og því ekki ástæða til að reikna þetta með. Ég held að nú verði að aftengja verðbótaþáttinn allavega í 6 mánuði meðan þessi óvissa er og vona að það verði gert eins og tillaga Frjálslynda flokksins gerði ráð fyrir....kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 30.11.2008 kl. 08:56

9 Smámynd: Stefán Gíslason

Sæll Gunnar Skúli!
Vegna annríkis í síðustu viku hef ég ekki staðið mig sérlega vel í að svara spurningum og skrifa athugasemdir. Gaman að þessu með MH, var ekki búinn að átta mig á því. Ætli þetta hafi ekki verið STÆ313, tölfræði sem sagt? Sjálfur er ég örugglega búinn að gleyma flestu því sem þar fór fram (enda bara líffræðingur þó að ég hafi verið að brasa við þessa kennslu). En ég veit sem sagt ekki um neina reiknivél þar sem maður getur látið verðbólguna „sveiflast“ á endurgreiðslutímanum. Býst við að reiknivélar ÍLS og bankanna séu það skásta. Er heldur ekki í góðum tengslum við neinn sem virkilega kann svona lánaútreikninga.
Bestu kveðjur, SG.

Stefán Gíslason, 8.12.2008 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband