Jarðvarmaklösum Íslands pakkað í söluvænar umbúðir

Það er ótrúleg flóra af fyrirtækjum sem spretta upp umhverfis auðlindir okkar Íslendinga. Sjálfsagt vel meint og ef til vill óþarfi að vantreysta vel meinandi fólki. Hvaða fyrirtæki er þetta Gekon? Heimasíða þeirra er saklaus en þau virðast ráðleggja fyrirtækjum hvert stefna eigi(stefnumótun) og um samkeppnishæfni fyrirtækjanna. Þau hafa mikinn áhuga á jarðvarma því þau ætla að opna heimasíðu á næstunni sem ber heitið www.icelandgeothermal.is . Á þeim vef eiga að verða "ítarlegar upplýsingar um kortlagningu um íslenska jarðhitaklasans". Verkefnastjórar fyrrnefnds verkefnis eru tveir doktórar frá Harvard Business School.

Það sem er að snúast fyrir mér og ég á svo erfitt með að skilja er eftirfarandi. Ef þú ert einn af fáum sem hefur aðgang að jarðvarma í heiminum, ert einn af fáum í heiminum sem kann mest um hvernig maður virkjar jarðvarma og allir vilja kaupa afurðina, hvers vegna þá að flækja málið. 

Það er ótrúlegt að við Íslendingar ætlum að afhenda arð auðlindanna okkar til einhverra annarra en okkar sjálfra, skilur einhver slíka hegðun eftir að við erum búin að sigrast á öllum erfiðleikunum við uppbygginguna. 

Hvers vegna þarf doktóra í business til að selja það sem allir vilja kaupa??


mbl.is Kortleggja íslenska jarðvarmaklasann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband