Mótmæli bera árangur

Síðustu tvær vikur hafa verið nokkuð merkilegar. Daglega hefur verið mótmælt, fyrst fyrir utan Seðlabanka Íslands og síðan fyrir utan skrifstofu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem er staðsett fyrir ofan Stjórnarráðið. Flesta daga hefur verið einhver umræða um þessi mótmæli í fjölmiðlum. Ég hef fundið það glöggt að AGS er að komast inn í umræðuna. Tekist hefur að draga athyglina að sjóðnum og starfaðferðum hans. Almenningur er farinn að vefengja góðmennsku sjóðsins gagnvart almenningi. Með dómi hæstaréttar og viðbrögðum opinberra aðila kristallast vel að starf AGS snýst um að slá skjaldborg um banka og þess háttar fyrirtæki.

Þetta kennir okkur að það eina sem virkar gegn AGS eru mótmæli. Þau vekja umræðu og blaðaskrif. Mótmælendur koma fram með sjónarmið sem fjölmiðlar verða að kynna sér og umræðan breytist þannig almenningi til hagsbótar. Það dugar skammt að ræða málin í góðra vina hópi heldur verða allir að sameinast um að sýna sig þegar mótmæli eru höfð í frammi gegn AGS. Auk þess er nauðsynlegt að leggja af alla sérvisku hvort einhver sé þess verður að taka þátt í mótmælum með viðkomandi. Við erum öll ólík en verðum að geta sameinast gegn AGS ef við viljum að Ísland verði byggilegt land fyrir börnin okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er sammála þér burt með AGS sem starfar sem innheimtustofnun fyrir þá sem hafa lánað fjárglæframönnum en það er merkilegt að AGS ræður sama liðið í þjónustu sína s.s. Eddu Rós Karlsdóttur sem starfaði við að plata fólk í greiningardeild Landsbankans.

Sigurjón Þórðarson, 16.7.2010 kl. 23:07

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Ég var þarna í gær og dag,svo herðum við á okkur náum í fleiri eftir sumarfrí. Varla hefur hún (E.S.K.)greint hættu af mér og mælt svo fyrir að ég fengi ekki 10.000 kr heimild  (í háfan mán.) í dag til að komast austur í Árnesýslu.

Helga Kristjánsdóttir, 16.7.2010 kl. 23:51

3 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Góður pistill. Sammála. Mótmæli virka. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn vill ekki að athyglin beinist að stofnuninni.

Margrét Sigurðardóttir, 16.7.2010 kl. 23:59

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir þessa færslu Gunnar Skúli

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.7.2010 kl. 01:21

5 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Í kvöldfréttum RÚV 15. júlí 2010 er haft eftir sendifulltrúa AGS á Íslandi: 

,,Það mál sem við höfum skoðun á er að nauðsynlegt sé að draga úr fjárlagahallanum vegna þess að hallinn er ósjálfbær eins og hann er og framhald á því ástandi gæti kallað enn frekari skuldir yfir Íslendinga."

Um þetta er ekki deilt.  Aftur á móti er deilt um það hvaða leiðir skuli fara þegar kemur að því að draga úr fjárlagahallanum.  Fræðilega eru allavega 4 leiðir í þeim efnum:
1. Hækka skatta
2. Draga úr útgjöldum
3. Selja eignir
4. Endursemja um skuldir

Hvaða leið vill þjóðin fara í þessum efnum?  Og er sú leið sú sama og AGS myndi leggja blessun sína yfir?

Í þessu samhengi er ekki úr vegi að rifja upp þessi orð sem rituð voru fyrir um einu ári síðan:

,,Samkvæmt útreikningum stjórnarmanns í Hagsmunasamtökum heimilanna, er byggja á hagtölum frá opinberum aðilum, duga núverandi ráðstöfunartekjur ekki fyrir útgjöldum íslensku vísitölufjölskyld­unnar.  Hún er nú rekin með tveggja milljóna króna halla á ársgrundvelli og því deginum ljósara að meiri álögur stefna enn fleirum í vanda. ... Það er til lítils, að mati samtakanna, að rétta við fjárhag ríkissjóðs og fjármálafyrirtækja, ef það er á kostnað heimila, atvinnulífs og sveitarfélaga.  Endurreisn allra þessara grunnstoða samfélagsins verður að haldast í hendur."
http://www.smugan.is/frettir/frettir/2009/07/06/nr/2126

Svo ætti hverjum að vera ljóst að AGS hefur skoðun á fleiri málum en fjárlagahallanum en AGS er með puttana í lagasetningu í málum sem ekki hafa áhrif á ríkissjóð.  Sjá t.d. hér:  http://www.althingi.is/altext/138/s/0768.html

,,Var talið, að virtum þeim ríku hagsmunum sem byggju að baki, að ekki væri með almennri heimild af þessu tagi sem sett væru knöpp og afdráttarlaus tímamörk gengið of nærri hagsmunum samningsveðhafa. Var þvert á móti talið sennilegra að skuldari gæti til frambúðar staðið í skilum við veðhafa ef honum gæfist færi um skamma hríð að beina kröftum sínum að því að gera upp samningsveðkröfur að því marki sem unnt væri. Tillagan mætti mótstöðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem gerði þá kröfu að veðkröfuhafar ættu að fá að kjósa um efni nauðasamnings, eða að öðrum kosti ekki vera hluti af nauðasamningum í skilningi laganna. Hafa þær breytingar sem lutu að stöðu veðkrafna því verið felldar brott úr frumvarpinu. ... Verði frumvarpið óbreytt að lögum er ekki gert ráð fyrir að það hafi í för með sér aukinn kostnað fyrir ríkissjóð."

AGS hafa líka lagst gegn almennum leiðréttingum lána, sjóðnum hefur verið beitt í Icesave deilunni, hann hefur haft áhrif á einkavæðingu auðlindanna sbr. Magma málið og forvitnilegt verður að sjá hvað kemur út úr kvótanefndinni og næst þegar vatnalögin verða til umfjöllunar.  Af hverju voru þau ekki afnumin síðast!?

Árið 2010 gera fjárlög ráð fyrir því að við borgum tæplega 100 milljarða í vexti, sem er um 18% af fjárlögum.  Það er hæsta hlutfallið innan OECD og meira heldur en við verjum til heilbrigðiskerfisins.

Varðand mótmælin sagði sendifulltrúinn eftirfarandi:

,,Þetta er frjálst land og fólk ætti að hafa og hefur rétt á að mótmæla.  Ég hef ekkert út á það að setja.  Ég er hinsvegar ósammála forsendum mótmælanna.  Raunin er sú að við höfum afar lítil völd á Íslandi.  Ísland er fullvalda ríki og það er ríkisstjórnin sem ræður ferðinni og biður AGS að koma sér til aðstoðar.  Ég veit að mótmælendurnir eru á öðru máli." 

Þetta eru vægast sagt áhugaverð ummæli í ljósi viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda til AGS:
http://www.efnahagsraduneyti.is/media/Acrobat/Letter_of_Intent_2nd_review_-_o.pdf

Andófið gegn AGS er andóf gegn ný-frjálshyggju - hugmyndafræðinni sem keyrði landið í þrot.

Þórður Björn Sigurðsson, 17.7.2010 kl. 01:57

6 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Ég hef mætt þarna alla daga liðinnar viku og lengur. Mis lengi eftir því hvað ég hef mikinn tíma, stundum klukkutíma, stundum minna.

Hugsandi íslendingar verða að fara að átta sig á því hvað Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stendur fyrir og hvaða skelfilegu afleiðingar aðkoma hans mun hafa.

Baldvin Björgvinsson, 17.7.2010 kl. 10:14

7 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Er ekki auðveldara að tala um þetta strákar en að framkvæma það? Að ætla að losna við AGS nú í ljosi þess að þá hlytum við að þurfa að greiða honum lánið upp sem hann hefur þegar látið okkur í té, ekki satt? Ég get ómögulega séð þann afgang neins staðar, Össur gæti jú hugsanlega fengið þetta að láni hjá Kínverjum, miðað við hvað hann er orðinn góður vinur þeirra. Hver veit ? Staðreyndin er sú að það er verra að grípa um rassinn þegar skíturinn er kominn í buxurnar.

Bæði undan gengin stjórn og sú sem nú situr , hefðu átt að eyða tímanum á klósettinu til að fyrirbyggja það, að vera alltaf með brækurnar fullar af skít. 

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 18.7.2010 kl. 12:33

8 Smámynd: Elínborg

Komiði sæl og blessuð hressa fólk:)

Sammála, þurfum að auka kraftinn og láta sjá okkur, samstaðan er allt sem þarf. Og svo get ég ekki annað en hlegið Inga, þótt málefnið sé grafalvarlegt; en hér ratast þér satt orð á munn....hehe.....

Elínborg, 21.7.2010 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband